Beint í efni

Staða kjaraviðræðna

18. mars 2025

Vídjó fyrir félagsmenn má nálgast hér (1) Lyfjafræðingafélag Íslands - félagsmenn | Facebook

Kæru Lyfjafræðingar sem vinna í apótekum og lyfjaiðnaði

Hér er uppfærsla á stöðu kjaraviðræðna.

Málin standa nefnilega þannig að við höfum verið í viðræðum í ár núna og setið 16 fundi með SA. Áðan var fysti fundur með sáttasemjara en það er aðilli sem fenginn er að samningaborðinu þegar langt er á milli samningsaðila og það er ákveðið merki um að viðræður ganga ekki alltof vel.

Það sem flækir svolítið stöðuna okkar er að við höfum verið með 2 samninga fyrir lyfjafræðinga hjá SA. Einn fyrir iðnaðinn og einn fyrir apótekin. Báðir eru eldgamlir og réttindi lyfjafræðinga haldist síðan 2007. Það gefur auga leið að þegar þú ert með 18 ára gamlan samning þá taka viðræður langan tíma.

LFÍ vill hafa einn réttindasamning fyrir alla lyfjafræðinga sem vinna hjá aðildafélögum SA. Í dag eru þetta t.d Vistor, Lyfjaval, Coripharma, Lyf og heilsa, Lyfja og Alvotech og ákveðnir einyrkjar. Fyrirtæki eins og Sidekick, Össur, Prescriby hafa ekki getað látið lyfjafræðinga vinna eftir þessum samningi því þau eru ekki apótek og ekki lyfjaframleiðendur. Verkfræðingar eru með einn samning og BHM er með einn samning og því teljum við að við ættum að geta verið með einn samning.

Við erum að horfa mikið til verkfræðinga og BHM og mig langar bara að ítreka enn og aftur því það er svo oft spurt. Nýji samningurinn mun því miður ekki innihalda beinar launahækkanir. Mér þykir það leitt en ég þarf aðeins að taka þetta fram svo að þeir sem bíða í eftirvæntingu eftir launahækkun þurfa að sækja sér hana í gegnum launaviðtöl. Þannig að þeir sem ekki hafa fengið launaviðtal vegna þess að vísað er í kjaraviðræður þurfa að gera sínum vinnuveitanda grein fyrir því að það er ekki verið að semja um launahækkun. Við erum með réttindasamninga þar sem kemur fram að laun ráðast af því sem semst á markaði.

Hvað erum við þá að semja um og afhverju tekur þetta svona langan tíma?

Það sem verið er að semja um er t.d. orlofsréttur, veikindaréttur, réttur til endurmenntunar, réttur trúnaðarmanna, vinnuskylda, bakvaktir, uppsagnafrestur, útkall ofl

Eins og flestir vita þá eru lyfjafræðingar með vetrarorlof eftir 10 ár í starfi og ég held að það er óhætt að segja að það er ástæða þess að viðræður taka langan tíma. Orlofsréttur fyrstu 10 árin er ekki góður og því þarf félagið að skoða allar hliðar málsins. Veikindaréttur lyfjafræðinga hefur verið mjög góður sem og uppsagnafrestur ef lyfjafræðingi er sagt upp. Allt þetta er skoðað í viðræðum.

Næsti fundur með sáttasemjara er á morgun og því er törnin hafin. Þjónusta skrifstofu gæti verið skert á þeim tíma sem verið er að semja.

Að lokum langar mig að nýta tækifærið og bæta einu atriði við sem tengist verkfalli lyfjafræðinga. Komi til verkfalls þá má enginn ganga í stjörf lyfjafræðinga nema framkvæmdarstjórn fyrirtækis. Þeir lyfjafræðingar sem ekki eru í félaginu þurfa líka að fara í verkfall en hafa ekki tilkall í verkfalssjóð lyfjafræðinga. Ef stefnir í verkfall verður félagsfundur boðaður með sólarhringsfyrirvara og verða úthlutunarreglur úr kjaradeilusjóði teknar fyrir.

Við vonum að sjálfsögðu að ekki þurfi að grípa til verkfalls en teljum þó mikilvægt að lyfjafræðingar geri sér grein fyrir því að það er skortur á lyfjafræðingum og þá sérstaklega í apótekum, laun hafa ekki þróast í takt við samninganefnd LFÍ mun ekki sanda frá sér samning til undirritunar án þess að kjör
Annars bara hafið það gott á þessum fallega degi.

English:

Dear Pharmacists,

Here is an update on the ongoing wage negotiations.

We have been in talks with SA for a year now, holding 16 meetings. Today, we had our first meeting with the state mediator, which indicates that negotiations are not progressing smoothly.

One of the main complications is that we have had two separate agreements for pharmacists under SA—one for the pharmaceutical industry and one for pharmacies. Both are outdated, with terms unchanged since 2007. Negotiating a contract that is 18 years old naturally takes time.

LFÍ's goal is to unify these agreements into one for all pharmacists working under SA-affiliated companies, such as Vistor, Lyfjaval, Coripharma, Lyf og heilsa, Lyfja, Alvotech, and some independent pharmacists. Currently, companies like Sidekick, Össur, and Prescriby cannot apply these contracts because they are neither pharmacies nor pharmaceutical manufacturers. Given that engineers and BHM members operate under a single agreement, we believe pharmacists should too.

Important note: The new agreement will not include direct salary increases. If you are expecting a wage raise, you will need to negotiate it individually through salary discussions with your employer. If you have been told to wait due to contract negotiations, please inform your employer that salary increases are not part of this agreement. Instead, wages will continue to be determined by market conditions.

What Are We Negotiating?

The focus is on key working conditions, including:

  • Vacation rights
  • Sick leave benefits
  • Continuing education rights
  • Union representative rights
  • Work obligations and shifts
  • On-call duties and response time
  • Notice periods and termination conditions

For example, pharmacists gain winter leave after 10 years, but vacation rights for the first 10 years are poor, so we are working on improving them. Sick leave benefits and termination conditions are strong, but everything is being reviewed.

Next Steps

The next meeting with the state mediator is tomorrow, and negotiations are intensifying. Please note that union office services may be limited during this period.

Regarding a Possible Strike

If a strike occurs, no one may take over the work of striking pharmacists except company executives. Pharmacists who are not union members must also participate in the strike but will not receive financial support from the strike fund. If a strike is imminent, a union meeting will be called with 24 hours' notice, where strike fund allocation rules will be discussed.

While we hope to avoid a strike, we must recognize that there is a shortage of pharmacists, particularly in pharmacies, and salaries have not kept pace with market demands. The LFÍ negotiating team will not sign an agreement that does not reflect fair conditions.

Wishing you all a great day!

Dagsetning
18. mars 2025
Deila