Beint í efni

Varmahlíð í Skagafirði

Skógarsel er nýlegur sumarbústaður á mjög skemmtilegum stað í Varmahlíð í Skagafirði. Við bústaðinn er góð grasflöt og bak við bústaðinn er mikið af trjám. Bústaðurinn er bjartur og rúmgóður með stórri verönd í suður og vestur, með heitum potti og útigeymslu. Um 10 mínútna ganga er frá bústaðnum að veitingasölu og verslun í Varmahlíð og er á þeirri leið gengið framhjá útileiksvæði og sundlaug.

Gisting er fyrir a.m.k. 7 í tveim svefnherbergjum og stofu og svo er svefnloft með dýnum sem er lokað en með glugga. Annað svefnherbergið er með tvíbreiðu rúmi. Hitt er með kojum þar sem neðri kojan er 1 ½ breidd og efri kojan er einbreið. Svefnsófi í stofu er fyrir tvo.

Í bústaðnum er heitur pottur, gasgrill, þvottavél, uppþvottavél, sjónvarp og DVD-spilari, sængur og koddar fyrir a.m.k 7. Sængurver, handklæði og slíkt þarf hver að hafa með sér.

I eldhúsi er allt til alls og allur almennur borðbúnaður a.m.k. fyrir 7 – pottar og pönnur, örbylgjuofn, ískápur með frystiskúffum o.fl.

Gæludýr eru ekki leyfð.

Reykingar eru ekki leyfðar í húsinu.