Beint í efni

Fræðslusjóður

Fræðslusjóður

Langar þig að halda námskeið, gefa út fræðsluefni, sækja ráðstefnu eða annað sem þér dettur í hug og tengist þínu fagi? Fræðslusjóður LFÍ hvetur félagsfólk sitt til að viðhalda sinni þekkingu og fræða almenning eða aðra lyfjafræðinga með styrk frá félaginu.

Verkefni sem stuðlað að betri og skilvirkari nýtingu lyfja, bættri lyfjafræðilegri þjónustu við almenning, útgáfu upplýsingabæklinga um rétta og hagkvæma notkun lyfja og vísinda- og rannsóknarstörf sem og sí- og endurmenntun lyfjafræðinga með það að markmiði að efla lyfjafræðinga í starfi svo fátt eitt sé nefnt er styrkhæft á mínum síðum.

Finndu hugrekkið og hafðu áhrif.

Úthlutunarreglurnar má finna hér. Fullur styrkur 2024 miðast við 200.000kr en 1/2 styrkur miðast við 100.000kr

Algengar spurningar?

1) Þarf ég fyrst að leggja út fyrir kostnaðnum og síðan fæ ég endurgreitt?
-Já, því miður er nauðsynlegt að greiða fyrst úr eigin vasa og sækja svo um endurgreiðslu. Hins vegar er hægt að hafa tvær umsóknir fyrir sama verkefni. Gefum okkur að sótt sé um styrk fyrir ráðstefnuferð erlendis þar sem lagt er út fyrir ráðstefnugjaldi og flugkostnaði áður en út er haldið en gistikostnaður er ekki greiddur fyrr en komið er á hótelið. Þá er hægt að sækja um styrk fyrir ráðstefnugjaldi og flugkostnaði í fyrri umsókn svo hægt sé að greiða út þann kostnað. Þegar gistikostnaður hefur verið greiddur er gerð ný umsókn. Sú umsókn þarf ekki að vera jafn ítarleg heldur aðeins að nefna að hún sé seinni hlutinn af fyrri umsókn.

2) Hvernig veit ég hvort ég fái styrk?
-Skoðaðu úthlutunarreglur vel og hafðu samband við lfi@lfi.is ef þú vilt skýrari svör. Fræðslusjóður hittist 2svar á ári og því miður er ekki hægt að tryggja fullnægjandi svör fyrr en þau hittast?

3) Á ég peninginn sem safnast upp eða fyrnist hann?
-Nei, Vinnuveitandinn þinn greiðir ekki í fræðslusjóð heldur er þetta sjóður sem var gjöf til allra lyfjafræðinga af þeim sökum áttu ekki ákveðinn pening heldur þarftu að sækja þér endurmenntun sem nýtist í starfi til þess að geta nýtt peninginn.

4) Ef ég sæki um styrk fyrir hóp af lyfjafræðingum get ég þá ekki nýtt fræðslusjóð fyrir mig sjálfa(n)?
-Jú, Styrkur til einstaklinga og hópa eru 2 ólík ferli þótt sótt sé í nafni sama lyfjafræðings.

5) Geta lyfjafræðingar utan LFÍ sótt í þennan sjóð?
-Nei, öll umsýsla sjóðsins er á vegum skrifstofu LFÍ og af þeim sökum er hann aðeins fyrir félagsmenn.