Sjúkrasjóður
Sjúkrasjóður LFÍ er fyrir félagsfólk. Margvíslegir styrkir eru veittir.
Styrkur | Lýsing | Hámarksupphæð |
Líkams-ræktarstyrkur | Styrkur sem má sækja vegna líkamsræktar eða íþróttaiðkunar félagsmanns. Styrkurinn er ekki veittur vegna kaupa á tækjum eða búnaði. Framvísa skal kvittun þar sem nafn og kennitala félagsmanns kemur fram, auk nafn, kennitölu og vsk-tölu seljanda. | 20.000kr á 12 mánaða tímabili. |
Heilbrigðis-styrkur | Styrkur sem styður félagsmenn sem þurfa eftirfarandi þjónustu: Til kaupa á gleraugum eða linsum Vegna aðgerða á augum Til kaupa á heyrnartækjum Vegna sálfræðiþjónustu Vegna frjósemismeðferðar Styrkurinn er eingöngu fyrir félagsmann, ekki börn eða maka. Framvísa skal kvittun þar sem nafn og kennitala félagsmanns kemur fram, auk nafn, kennitölu og vsk-tölu seljanda. | 30.000kr á 36 mánaða Tímabili |
Sjúkra-dagpeningar | Sjúkradagpeningar eru greiddir við veikindi eða slys félagsmanns eða langvarandi veikinda maka eða barna. Þessi fjárupphæð er veitt þegar lögboðin kaupgreiðsla vinnuveitanda er lokið. Félagsmaður á rétt á greiðslum í 120 daga með möguleika á 90 daga viðbót vegna veikinda. Svo þarf félagsmaður að vinna í 6 mánuði áður en hægt er að sækja sjúkradagpeninga aftur úr sjúkrasjóði. Félagsmaður á rétt á greiðslum í 2 mánuði vegna veikinda maka og í 3 mánuði vegna veikinda barns. Upphæð sjúkradagpeninga er 80% af mánaðalaunum félagsmanns undanfarna 12 mánaði áður, en þó að hámarki 500.000kr. Með umsókninni þarf að fylgja læknisvottorð og staðfesting vinnuveitanda hvenær kaupgreiðslu lauk. | Sjá lýsingu |
Fæðingar-styrkur | Styrkur vegna fæðingar eða ættleiðingar barns hjá félagsmanni. Upphæð styrksins nemur 125.000kr. Styrkinn þarf að sækja um innan árs frá fæðingu eða ættleiðingu. Framvísa skal fæðingarvottorði eða skráningu barns í þjóðskrá þegar sótt er um styrk. Styrkur er einnig veittur félagsmanni vegna andvana fæðingar barns eftir 22. viku meðgöngu. Ef báðir foreldrar barnsins eru í félaginu, þá mega báðir sækja fæðingarstyrk. | 125.000kr |
Í sjúkrasjóð geta félagsmenn sótt fjóra styrki, þ.e. sjúkradagpeninga, fæðingastyrk, líkamsræktarstyrk og heilbrigðisstyrk.
Reglugerð sjúkrasjóða LFÍ má finna hér. Alla ofangreinda styrki er hægt að sækja um á mínum síðum.