Beint í efni

Sjúkrasjóður

Sjúkrasjóður

Breytingar á styrkjum verða á Atburðir/kvittanir, veikindi, fæðingar, andlát og örorka sem eiga sér stað eftir 1.júlí 2025 (tafla 1) Tafla 2 er fyrir eldri tilfelli.

Sjúkrasjóður LFÍ er fyrir félagsfólk. Margvíslegir styrkir eru veittir. Umsókn styrkja er gegnum Mínar síður

Reglugerð sjúkrasjóða LFÍ má finna hér.

Ath skv samþykki Aðalfundar 2025 þurfa atburðir/kvittanir, veikindi, fæðingar, andlát og örorka að hafa átt sér stað eftir 1.júl 2025 til þess að félagsmaður eigi rétt á hækkaðri styrksupphæð. Þetta er vegna þess að fjárhæðir sem annars hefðu farið í tryggingu fara frá 1.júlí í eftirfarandi:

Styrkur Lýsing
Hámarksupphæð
Líkams-ræktarstyrkur  
Styrkur sem má sækja vegna líkamsræktar eða íþróttaiðkunar félagsmanns. Styrkurinn er ekki veittur vegna kaupa á tækjum eða búnaði.

Sjá nánar í reglugerð

35.000kr á 12 mánaða tímabili.
Heilbrigðis-styrkur
Gleraugum eða linsum, aðgerð á augum, kaup á heyrnartækjum, sálfræðiþjónustu, frjósemismeðferð,sjúkraþjálfun, tannviðgerða,
krabbameinsleitar, kaup á líf og sjúkdómatryggingu 2025- 2026 (sólarlag vegna brottfall á tryggingu),svefnrannsókna, eða vegna kaupa á þjónustu hjá sambærilegum viðurkenndum meðferðaraðila með gilt starfsleyfi frá Embætti Landlæknis.

Sjá nánar í reglugerð

50.000kr á 12 mánaða Tímabili
Sjúkra-dagpeningar  
180 daga hámark. Sjá lýsingu um takmarkanir nánar í reglugerð

80% af launum en að hámarki 700.000kr
Fæðingar-styrkur
Styrkur vegna fæðingar, ættleiðingar eða varanlegs fósturs. Ef um fjölbura þá hækkar fjárhæð um 50.000kr fyrir hvert barn.

Sjá nánar í reglugerð
200.000kr

Varanleg örorka vegna slyss eða sjúkdóms
Vegna örorku >50%

Sjá nánar í reglugerð
2.000.000kr

Útfararstyrkur
Fyrir aðstandanda sjóðsfélaga

Sjá nánar í reglugerð
400.000kr


Hér að neðan er taflan sem á við um kvittanir fyrir 1.júlí 2025 (gamla kerfið)

Styrkur LýsingHámarksupphæð
Líkams-ræktarstyrkur  
Styrkur sem má sækja vegna líkamsræktar eða íþróttaiðkunar félagsmanns. Styrkurinn er ekki veittur vegna kaupa á tækjum eða búnaði. Framvísa skal kvittun þar sem nafn og kennitala félagsmanns kemur fram, auk nafn, kennitölu og vsk-tölu seljanda. 

25.000kr á 12 mánaða tímabili.
Heilbrigðis-styrkur
Styrkur sem styður félagsmenn sem þurfa eftirfarandi þjónustu:

Til kaupa á gleraugum eða linsum
Vegna aðgerða á augum
Til kaupa á heyrnartækjum
Vegna sálfræðiþjónustu
Vegna frjósemismeðferðar
Vegna sjúkraþjálfunar

Styrkurinn er eingöngu fyrir félagsmann, ekki börn eða maka. Framvísa skal kvittun þar sem nafn og kennitala félagsmanns kemur fram, auk nafn, kennitölu og vsk-tölu seljanda. Ath staðgreiðsluskattur er lögbundinn og tekinn af styrknum

30.000kr á 12 mánaða Tímabili
Sjúkra-dagpeningar  
Sjúkradagpeningar eru greiddir við veikindi eða slys félagsmanns eða langvarandi veikinda maka eða barna. Þessi fjárupphæð er veitt þegar lögboðin kaupgreiðsla vinnuveitanda er lokið. Félagsmaður á rétt á greiðslum í 120 daga með möguleika á 90 daga viðbót vegna veikinda. Svo þarf félagsmaður að vinna í 6 mánuði áður en hægt er að sækja sjúkradagpeninga aftur úr sjúkrasjóði. Félagsmaður á rétt á greiðslum í 2 mánuði vegna veikinda maka og í 3 mánuði vegna veikinda barns. Upphæð sjúkradagpeninga er 80% af mánaðalaunum félagsmanns undanfarna 12 mánaði áður, en þó að hámarki 500.000kr. Með umsókninni þarf að fylgja læknisvottorð og staðfesting vinnuveitanda hvenær kaupgreiðslu lauk. 

Sjá lýsingu
Fæðingar-styrkur
Styrkur vegna fæðingar eða ættleiðingar barns hjá félagsmanni. Upphæð styrksins nemur 125.000kr. Styrkinn þarf að sækja um innan árs frá fæðingu eða ættleiðingu. Framvísa skal fæðingarvottorði eða skráningu barns í þjóðskrá þegar sótt er um styrk. Styrkur er einnig veittur félagsmanni vegna andvana fæðingar barns eftir 22. viku meðgöngu. Ef báðir foreldrar barnsins eru í félaginu, þá mega báðir sækja fæðingarstyrk. Ath staðgreiðsluskattur er lögbundinn og tekinn af styrknum

125.000kr

Örorku og dánatrygging
Allir félagsmenn með fulla aðild LFÍ eru með 3 konar tryggingu:

1) Starfstengd örorka vegna sjúkdóma eða slyss. Bótafjárhæð allt að 20.000.000,- Við 65 ára aldur vátryggðs lækka starfstengdar örorkubætur í 10.000.000,- (lloyds)

2) Dánarbætur vegna slyss. Bótafjárhæð 6.000.000,- (TM)

3) Dánarbætur vegna sjúkdóms. Bótafjárhæð 6.000.000,- (TM)

Tryggja.is er tryggingamiðlun sem sér um að þjónusta LFÍ
20.000.000 / 6.000.000
Tafla 2 (atburðir fyrir 1.júlí 2025)