Salaleiga
Salaleiga
Öllum stendur til boða að leigja sal Lyfjafræðisafnsins.
- Í salnum eru 12 borð 65x130 cm og tvö stærri 80x180 cm. Hægt er að
raða minni borðunum tveimur og tveimur saman og fá út 8 manna borð.
52 stólar eru í salnum. Ef um standandi boð er að ræða rúmar salurinn
allt að 80 manns. - Eingöngu kaffivél sem er fyrir 16 bolla og hraðsuðuketill fylgja með
leigunni, enginn borðbúnaður, dúkar, borðtuskur, viskustykki né eldhúsrúllur. - Skjávarpi er í salnum, en engin tölva.
- Salurinn er á efri hæðinni en engin lyfta er í húsinu.
- Leigan fyrir félagsmenn LFÍ er 40.000 en 50.000 fyrir aðra. Við bókun salar skal greiða staðfestingargjald kr. 20.000.
6. Þar sem salurinn er í íbúðahverfi mega veisluhöld einungis standa til miðnættis.
Salur er bókaður með því að hafa samband við lfi@lfi.is


