Beint í efni

Salaleiga

Öllum stendur til boða að leigja sal Lyfjafræðisafnsins.

 1. Í salnum eru 12 borð 65x130 cm og tvö stærri 80x180 cm. Hægt er að
  raða minni borðunum tveimur og tveimur saman og fá út 8 manna borð.
  52 stólar eru í salnum. Ef um standandi boð er að ræða rúmar salurinn
  allt að 80 manns.
 2. Eingöngu kaffivél sem er fyrir 16 bolla og hraðsuðuketill fylgja með
  leigunni, enginn borðbúnaður, dúkar, borðtuskur, viskustykki né
  eldhúsrúllur.
 3. Skjávarpi er í salnum, en engin tölva.
 4. Salurinn er á efri hæðinni en engin lyfta er í húsinu.
 5. Þar sem salurinn er staðsettur í íbúðahverfi þarf samkomum að ljúka eigi
  síðar en kl 22.

  Leigan er kr. 50.000. Við bókun salar skal greiða staðfestingargjald kr. 20.000.