Beint í efni

Trúnaðarmenn LFÍ

Hver er trúnaðarmaður á þínum vinnustað? Hann getur aðstoðað þig ef á þarf að halda. Hér má sjá lista yfir alla þá vinnustaði þar sem 5 eða fleiri lyfjafræðingar starfa og þá trúnaðarmenn sem kosnir hafa verið af félagsmönnum LFÍ. Miðað er við að vinnustaðir með fleiri en 5 lyfjafræðingum hafi trúnaðarmenn sem eru tengiliður milli félagsmanna og félags.


Fyrirtæki/stofnun
NafnStaðfest

Actavis/Teva/Medis
Kári Skúlason14.05.2025

Alvotech
Ástrós Óskarsdóttir25.04.2025

Coripharma
Andri Hallgrímsson23.04.2025

Distica/Vistor (Veritas)
Helena Hamzehpour07.02.2025

Icepharma/Parlogis (Ósar)
Berglind Árnadóttir25.02.2025

Landspítalinn (LSH)
Baldur Guðni Helgason11.11.2024

Lyfjastofnun
Guðrún Stefánsdóttir13.11.2024

Lyfja

Valgerður Sigtryggsdóttir og
Marco Fannar Schalk
14.02.2025

Lyfjaval
Enginn

Lyfjaver
Katrín Ósk Freysteinsdóttir31.01.2025

Lyf og Heilsa/ Apótekarinn
Ástþór Ingi Hannesson24.02.2025

Rannsóknastofur

Lyfjafræðideildar
Margrét Rún Jakobsdóttir18.12.2024

Sjúkrahús Akureyrar (SAk)
Karítas Anja Magnadóttir24.10.2024
Trúnaðarmenn

Trúnaðarmaður er fulltrúi stéttarfélags á vinnustað. Hann er kosinn af samstarfsfólki í sama stéttarfélagi eða tilnefndur af stéttarfélaginu sjálfu.

Hlutverk trúnaðarmanns er í senn að vera tengiliður milli vinnuveitanda og samstarfsfólks í sama stéttarfélagi og tengiliður vinnuveitanda við stéttarfélag.

Trúnaðarmaður verður alltaf að skila til stéttarfélags þar til gerðu eyðublaði (sjá neðst) um tilnefningu sína eða kosningu til að hljóta staðfestingu sem trúnaðarmaður. Ef hann gerir það ekki nýtur hann ekki verndar sem trúnaðarmaður, en verndin felst til dæmis í að ekki er leyfilegt að segja trúnaðarmanni upp fyrir að sinna trúnaðarstörfum.

Stjórn og starfsmenn LFÍ eru stuðningsaðilar trúnaðarmanns og eru honum innan handar við að leysa úr erindum og álitamálum sem upp koma á vinnustað og heyra undir starfssvið stéttarfélagsins.

Helstu hlutverk geta verið að:
Samningar og lög um trúnaðarmenn

Ákvæði um trúnaðarmenn og voru lögfest í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938. Þau ákvæði eru enn í fullu gildi fyrir almennan markað.

Nánari skilgreiningar og réttindaákvæði um trúnaðarmenn má ýmist finna í kjarasamningum, samkomulagi heildarsamtaka um trúnaðarmenn eða í lögum um opinbera starfsmenn.

Kosning eða tilnefning trúnaðarmanns

Mikilvægt er að hafa í huga að eftir tvö ár rennur kjörtímabil trúnaðarmanns út. Ef trúnaðarmaður er ekki endurkjörinn missir hann þá vernd og réttindi sem hann annars nýtur samkvæmt lögum.

Fjöldaviðmið við kosningu og tilkynning

Á hverjum vinnustað þar sem a.m.k. 5 félagar í sama stéttarfélagi starfa er þeim heimilt að kjósa einn trúnaðarmann úr sínum hópi. Á vinnustað þar sem 50 félagsmenn eða fleiri starfa má kjósa tvo trúnaðarmenn.

Trúnaðarmaður telst ekki fá réttarstöðu og lögbundna vernd trúnaðarmanns nema kosning hans hafi verið tilkynnt stéttarfélagi og vinnuveitanda skriflega og sannanlega.

Það er því mjög mikilvægt að kjörnir trúnaðarmenn gæti þess að tilkynningaskyldu sé fylgt eftir, með meðfylgjandi eyðublöðum.

Trúnaðarmenn hjá ríki og sveitarfélögum 

Trúnaðarmenn sem kjörnir eru í samninganefnd fá leyfi til að sinna því verkefni án skerðingar á reglulegum launum. Trúnaðarmanni ber þó að tilkynna yfirmanni um slíkar fjarvistir með eðlilegum fyrirvara.

Trúnaðarmenn á almennum vinnumarkaði

Trúnaðarmönnum er heimilt að sinna á vinnutíma trúnaðarstörfum sem honum eru falin af stéttarfélagi eða samstarfsmanni án þess að laun þeirra skerðist, að því gefnu að trúnaðarmaður hafi samráð við vinnuveitanda um störf þessi.

Trún­að­ar­manna­nám­skeið LFÍ

LFÍ bauð upp á námskeið fyrir trúnaðarmenn 21.jan 2025, 25.feb 2025 og í maí.