Beint í efni

Starfsmenntunarsjóður (Ríkið)

Starfsmenntunarsjóður (Ríkið)

Aðeins lyfjafræðingar sem starfa hjá hinu opinbera (ríkinu) greiða í starfsmenntunarsjóð. Þeir geta notað þann sjóð til þess að í fara í nám, á námskeið, ráðstefnur/málþing eða í fræðslu- og kynnisferðir? Starfsmenntunarsjóður LFÍ aðstoðar lyfjafræðinga hjá hinu opinbera að bæta við sig margvíslegri þekkingu. Stofnanir geta einnig sótt um styrk í starfsmenntunarsjóð fyrir sína lyfjafræðinga.

Umsóknir fara fram á mínum síðum


Algengar spurningar?

1) Þarf ég fyrst að leggja út fyrir kostnaðnum og síðan fæ ég endurgreitt?
-Já, því miður er nauðsynlegt að greiða fyrst úr eigin vasa og sækja svo um endurgreiðslu. Hins vegar er hægt að hafa tvær umsóknir fyrir sama verkefni. Gefum okkur að sótt sé um styrk fyrir ráðstefnuferð erlendis þar sem lagt er út fyrir ráðstefnugjaldi og flugkostnaði áður en út er haldið en gistikostnaður er ekki greiddur fyrr en komið er á hótelið. Þá er hægt að sækja um styrk fyrir ráðstefnugjaldi og flugkostnaði í fyrri umsókn svo hægt sé að greiða út þann kostnað. Þegar gistikostnaður hefur verið greiddur er gerð ný umsókn. Sú umsókn þarf ekki að vera jafn ítarleg heldur aðeins að nefna að hún sé seinni hlutinn af fyrri umsókn.

2) Hvernig og hvenær veit ég hvort ég fái styrk?
-Skoðaðu úthlutunarreglur vel og hafðu samband við lfi@lfi.is ef þú vilt skýrari svör. Flestar umsóknir eru afgreiddar innan mánaðar en starfsmenntunarsjóður hittist mánaðarlega til þess að fara yfir álitamál. Af þeim sökum er afgreiðsla tiltölu fljótleg.

3) Ef ég sæki um styrk fyrir hóp af lyfjafræðingum get ég þá ekki nýtt fræðslusjóð fyrir mig sjálfa(n)?
-Jú, Styrkur til einstaklinga og hópa eru 2 ólík ferli þótt sótt sé í nafni sama lyfjafræðings.

4) Geta allir lyfjafræðingar innan LFÍ sótt í þennan sjóð?
-Nei, aðeins ríkislyfjafræðingar því þeir greiða í þennan sjóð.

Ráðstefnur geta gagnast lyfjafræðingum í að bæta við þekkingu sína mynd https://windeurope.org/annual2023/conference/