Alþjóðlegt samstarf
Mikilvægi alþjóðlegs samstarf fyrir lyfjafræðinga á Íslandi
Fyrir lítið stéttarfélag og fagfélag lyfjafræðinga á Íslandi skiptir alþjóðlegt samstarf miklu máli. Með þátttöku fá félagsmenn aðgang að nýjustu þekkingu, rannsóknum og þróun í faginu, sem styrkir starfsemi og faglega færni.
Alþjóðlegt samstarf veitir einnig tækifæri til hagsmunagæslu á breiðari vettvangi, sérstaklega varðandi alþjóðlegar reglugerðir og stefnumótun sem getur haft áhrif á störf lyfjafræðinga hérlendis. Það opnar einnig dyr að tengslamyndun, samstarfsverkefnum og styrkjum sem styrkja bæði félagið og fagið í heild.
FIP - International Pharmaceutical Federation. Alþjóðlegt samstarf allra fagfélaga lyfjafræðinga í heiminum. Samtök sem yfir 4.000.000 lyfjafræðinga heyra undir. Lyfjafræðingar í LFÍ eru hluti af FIP og árlega er haldin ráðstefna á þeirra vegum sem er afar gagnlegt félaginu að fara á. LFÍ sendir árlega 2 fulltrúa og greiðir árgjald til samtakanna. Heimasíða: Home - FIP - International Pharmaceutical Federation Home
Hér má finna yfirlit yfir alþjóðlega viðburði: Viðburðir og veffundir - FIP - Alþjóða lyfjasambandið Tilkynningar um viðburði, fundi og vinnustofur um lyfjafræði, lyfjafræði og lyfjafræðimenntun um allan heim.

NFU - Norðurlandasamstarf Samtök allra lyfjafræðifélaga á Norðurlöndum. Formenn og framkvæmdarstjórar hittast árlega og fara yfir þau atriði sem hafa verið í deilglunni síðasta ár í hverju landi fyrir sig og þær hindranir sem félögin eru að mæta. Samstarfið er gríðarlega mikilvægur stuðningur í baráttu lyfjafræðinga í samfélaginu. Hér er bæði um faglega nálgun en einnig nálgun í stéttafélagsbaráttu. LFÍ sendir árlega 2 fulltrúa og heldur NFU fund á Íslandi 5.hvert ár.

EAHP - Evrópsk félagasamtök sjúkrahúslyfjafræðinga LFÍ sendir árlega 1-2 fulltrúa og greiðir árgjald til félagsins. Heimasíða: EAHP — European Association of Hospital Pharmacists
PGEU/PGEU - Evrópsk félagasamtök apótekslyfjafræðinga -LFÍ greiðir ekkert í slík samtök að svo stöddu.
__
Sigurbjörg 08.05.2025