Beint í efni

Vaðlaborgir

Vaðlaborgir 17 eru aðeins í 10 mínútna akstri frá Akureyri. Bústaðurinn er 86fm með 3 svefnherbergjum, eitt er með hjónarúmi 160x200 og hin tvö með kojum þar sem neðri kojan er 140x200 og sú efri 80x200. Barnarúm fylgir. Alls er svefnpláss fyrir 8 manns. Sængur og koddar eru fyrir 8 manns en sængurver, handklæði, viskustykki og tuskur þurfa gestir að koma með sjálfir. Allur almennur borðbúnaður er fyrir 8 manns ásamt eldavél, ofni, uppþvottavél, örbylgjuofni, ísskáp með frysti, kaffivél, brauðrist og vöfflujárni. Borðaðstaða er fyrir 8 manns og barnastóll.

Sjónvarp, DVD-tæki, útvarp, geislaspilari og þvottavél eru í bústaðnum.

Á verönd við húsið er heitur pottur, garðhúsgögn ásamt gasgrilli. Stutt er í leikaðstöðu fyrir börnin.

Reykingar eru ekki leyfðar í húsinu.

Gæludýr eru ekki leyfð.