Lyfjakot
Lyfjakot er í eigu LFÍ og er í landi Þórisstaða í Grímsnesi. Bústaðurinn er 50m2 að grunnfleti og er með svefnplássi fyrir 10 manns. Niðri eru 3 svefnherbergi með svefnplássi fyrir 5 manns, tvö þeirra með tvíbreiðu rúmi (135x200) og eitt einstaklingsherbergi (rúm 65x200). Á svefnlofti eru 6 dýnur. Auk þess er ferðabarnarúm á staðnum. Sængur og koddar eru fyrir 8 manns en sængurver þurfa gestir að hafa með sér ásamt viskustykkjum, handklæðum og tuskum. Í eldhúsi er allur almennur borðbúnaður fyrir 10 manns ásamt eldavél með ofni, uppþvottavél, örbylgjuofni, brauðrist, kaffivél, vöfflujárni og pönnukökupönnu. Lítill ísskápur er í eldhúsi en tvískiptur ísskápur með frysti er í skúr við húsið. Í borðkrók er pláss fyrir 8 manns og barnastóll.
Sjónvarp, Blu-ray spilari og útvarp með geislaspilara.
Kringum bústaðinn er stór verönd og heitur pottur. Gasgrill og garðhúsgögn. Við bústaðinn er leiksvæði fyrir börnin með rólum/leikkastala, sandkassa og fótboltamarki.
Gæludýr eru ekki leyfð.
Reykingar eru ekki leyfðar innandyra.














