Félagsgjöld og aðild
Lyfjafræðinga félag Íslands (LFÍ) er fag-og stéttarfélag, og eru félagsgjöld deildaskipt. Kjaradeildargjaldið (stéttarfélagsgjaldið) er greitt mánaðarlega (6000kr). Vinnuveitendur standa skil á gjaldinu fyrir hönd launþega. Vinnuveitandi greiðir einnig 0,75% af mánaðalaunum lyfjafræðinga í sjúkrasjóð og 0,25% í orlofsheimilasjóð. Vilji félagsmaður standa utan stéttarfélags LFÍ býðst honum fagaðild gegn 47.000 kr ársgjaldi en það er greitt í heimabanka í einni greiðslu eða mánaðarlega ef óskað er eftir því sérstaklega.
Undantekning á þessu er félagsgjald fyrir háskólafólk er 35.250kr og þeir sem komnir eru á lífeyri greiða 23.500kr
Rétt til félagsaðildar eiga allir Lyfjafræðingar með íslenskt starfsleyfi.
LFÍ stendur vörð um og styrkir stöðu Lyfjafræðinga á Íslandi bæði með kjarasamningagerð sem og innviði alls starf sem eflir Lyfjafræði á Íslandi.
Með kjaraaðild hefur þú rétt á að nýta þér þau orlofshús sem LFÍ hefur upp á að bjóða, sækja í orlofssjóð, sjúkrasjóð, fræðslusjóð, ímyndarsjóð, taka þátt í kjarakönnun lyfjafræðinga, leigja sal LFÍ, sitja í stjórn félagsins ásamt því að hafa rétt til að sækja alla þá viðburði sem félagið stendur fyrir eins og dag Lyfjafræðinnar án kostnaðar. Auk þess býðst þér að sækja námskeið fræðslunefndar félagsins á lægra gjaldi en utanfélagsmenn. Stéttarfélagshluti félagins sér um alla samningagerð fyrir hönd Lyfjafræðinga og stendur vörð um þessa samninga sem og réttindi þeirra sem eru aðilar að þeim.
Með Fagaðild Færðu að fylgjast með umræðu lyfjafræðinga, sækja viðburði sem félagið stendur fyrir eins og Dag lyfjafræðinnar án kostnaðar og sækja námskeið á lægra gjaldi en utanfélagsmenn. Með fagaðild styður þú við virka umfjöllun og umræðu stjórnar LFÍ í fjölmiðlum og á öðrum vetvangi sem hjálpar til við að bæta ímynd Lyfjafræðinga.