Félagsgjöld og aðild
Félagsgjöld og aðild
Lyfjafræðinga félag Íslands (LFÍ) (númer 614) er fag-og stéttarfélag, og eru félagsgjöld deildaskipt. Félagsaðildargjaldið (stéttarfélagsgjaldið) er greitt mánaðarlega.
LFÍ stendur vörð um og styrkir stöðu Lyfjafræðinga á Íslandi bæði með kjarasamningagerð sem og innviði alls starf sem eflir Lyfjafræði á Íslandi.
| Félagsaðild (Kjaraaðild + Fagaðild) | Mánaðarlega |
| Félagsgjald (félagsmaður) | 7500kr |
| Orlofssjóður (vinnuveitandi) | 0,25% Allir |
| Sjúkrasjóður (vinnuveitandi) | 1% Allir |
| Starfsmenntunarsjóður Ríkið (vinnuveitandi) | 0,92% Ríkið |
| Starfsmenntunarsjóður SA Almenni markaður (vinnuveitandi) | 0,22% |
| Fræðslusjóður | 0% |
| Aðild án kjaraaðildar | Árlega* |
| Hefðbundinn Lyfjafræðingur | 60.000 kr |
| Lífeyrisþegar og félagar búsettir erlendis | 15.000 kr |
| Nemar í Lyfjafræði | Frítt |
*greitt í heimabanka í einni greiðslu eða mánaðarlega ef óskað er eftir því sérstaklega.
Það sem LFÍ gerir „fyrir mig"
- Eina félagið sem einblínir á lyfjafræðinga
- Sjúkrasjóður, bakhjarl í veikindum, styrkir til heilsueflingar
- Aðrir sjóðir og þjónusta (endurmenntun, orlofshús)
- Persónuleg þjónusta og ráðgjöf, lögfræðileg aðstoð í deilumálum
- Ráðningarsamningar, kjarakannanir
- Kjarasamningar og stofnanasamningar
- Fyrirlestarar og kynningar um fagleg efni
- Miðlun upplýsinga
- Tengslanet
- Skemmtiviðburðir
- Dagur Lyfjafræðinnar
Það sem LFÍ gerir „fyrir okkur”
- Stendur vörð um starfsheitið
- Fjölmiðlaumfjöllun og pistlaskrif með það markmið að stuðla að heilbrigði og réttri lyfjanotkun
- Hvatning og stuðningur við nám í lyfjafræði
- Eflir samheldni og samstarf meðal lyfjafræðinga
- Siðareglur
- Samstarf við önnur fagfélög
- Efling á þverfaglegu samstarfi heilbrigðisstétta
- Alþjóðlegt samstarf við aðra lyfjafræðinga
- Umsagnir í samráðsgátt, reglugerðir og lagasetningar