Beint í efni

Félagsgjöld og aðild

Félagsgjöld og aðild

Lyfjafræðinga félag Íslands (LFÍ) (númer 614) er fag-og stéttarfélag, og eru félagsgjöld deildaskipt. Félagsaðildargjaldið (stéttarfélagsgjaldið) er greitt mánaðarlega.

LFÍ stendur vörð um og styrkir stöðu Lyfjafræðinga á Íslandi bæði með kjarasamningagerð sem og innviði alls starf sem eflir Lyfjafræði á Íslandi.

Félagsaðild (Kjaraaðild + Fagaðild)
Mánaðarlega
Félagsgjald (félagsmaður)
7500kr
Orlofssjóður (vinnuveitandi)
0,25% Allir
Sjúkrasjóður (vinnuveitandi)
0,75% Almennur markaður / 1% Ríkið
Starfsmenntunarsjóður (vinnuveitandi)
0,92% Ríkið
Fræðslusjóður
0%
Með kjaraaðild hefur þú fulla aðild sem tryggir þér rétt á að sækja í orlofssjóð, sjúkrasjóð, fræðslusjóð, ímyndarsjóð, taka þátt í kjarakönnun lyfjafræðinga, leigja sal LFÍ á lægra verði, nýta þér þau orlofshús sem LFÍ hefur upp á að bjóða, sitja í stjórn félagsins ásamt því að hafa rétt til að sækja alla þá viðburði sem félagið stendur fyrir eins og Dag Lyfjafræðinnar án kostnaðar. Auk þess býðst þér að sækja námskeið fræðslunefndar félagsins á lægra gjaldi en utanfélagsmenn. Stéttarfélagshluti félagins sér um alla samningagerð fyrir hönd Lyfjafræðinga og stendur vörð um þessa samninga sem og réttindi þeirra sem eru aðilar að þeim.

Aðild án kjaraaðildar
Árlega*
Hefðbundinn Lyfjafræðingur
60.000 kr
Lífeyrisþegar og félagar búsettir erlendis
15.000 kr
Nemar í Lyfjafræði
Frítt
Með Félagsaðild Færðu að fylgjast með umræðu lyfjafræðinga, sækja viðburði sem félagið stendur fyrir eins og Degi lyfjafræðinnar án kostnaðar og sækja námskeið á lægra gjaldi en utanfélagsmenn. Félagsaðild tryggir þér einnig aðgang að fræðslusjóði. Félagsaðild gefur þér kost á að leigja sal LFÍ á lægra verði en þeirra sem standa utan félags. Með félagsaðild styður þú einnig við virka umfjöllun og umræðu stjórnar LFÍ í fjölmiðlum og á öðrum vetvangi sem hjálpar til við að bæta ímynd Lyfjafræðinga. *greitt í heimabanka í einni greiðslu eða mánaðarlega ef óskað er eftir því sérstaklega.
Það sem LFÍ gerir „fyrir mig"
  • Eina félagið sem einblínir á lyfjafræðinga
  • Sjúkrasjóður, bakhjarl í veikindum, styrkir til heilsueflingar.
  • Aðrir sjóðir og þjónusta (endurmenntun, orlofshús).
  • Persónuleg þjónusta og ráðgjöf, lögfræðileg aðstoð í deilumálum.
  • Ráðningarsamningar, kjarakannanir.
  • Kjarasamningar og stofnanasamningar.
  • Fyrirlestarar og kynningar um fagleg efni.
  • Miðlun upplýsinga.
  • Tengslanet.
  • Skemmtiviðburðir
  • Dagur Lyfjafræðinnar
Það sem LFÍ gerir „fyrir okkur”
  • Stendur vörð um starfsheitið.
  • Fjölmiðlaumfjöllun og pistlaskrif með það markmið að stuðla að heilbrigði og réttri lyfjanotkun.
  • Hvatning og stuðningur við nám í lyfjafræði.
  • Eflir samheldni og samstarf meðal lyfjafræðinga.
  • Siðareglur.
  • Samstarf við önnur fagfélög.
  • Efling á þverfaglegu samstarfi heilbrigðisstétta.
  • Alþjóðlegt samstarf við aðra lyfjafræðinga.
  • Umsagnir í samráðsgátt, reglugerðir og lagasetningar.