Beint í efni

Orlofssjóður

Félagsmenn LFÍ sem greitt er fyrir í orlofssjóð af vinnuveitanda, hafa aðgang að Orlofssjóði LFÍ.

Á heimasíðunni undir orlofshús má m.a. finna upplýsingar um orlofshús og íbúðir.

Einnig greiðir félagið niður leigu á tjaldvagn, fellihýsi, hjólhýsi, tjald, húsbíl að hámarki um 35.000 kr. gegn greiðslukvittun á nafni félagsmanns. Senda þarf kvittun á lfi@lfi.is

Útilegukortið er niðurgreitt fyrir félagsmenn og fæst á skrifstofu félagsins og kostar það 15.000 kr.

Hægt er að skoða hvaða orlofshús eru í boði og hvað er laust hér. Senda þarf tölvupóst á lfi@lfi.is ef óskað er eftir orlofshúsi.


Orlofsnefnd skipa þau: Lárus Freyr Þórhallsson, Hlynur Torfi Traustason og Ómar Rafn Stefánsson