Gjafabréf og afslættir
Icelandair gjafabréf
LFÍ býður nú upp á kaup á gjafabréfum frá Icelandair að verðmæti 30.000 kr.
- Gjafabréfin kosta félagsfólk með stéttarfélagsaðild 22.000 kr.
- Greiðist inn á reikning félagsins: 515 - 14 - 411129, kt. 430269-6239
- Hver félagi getur keypt 1 gjafabréf*
- Ekki þarf að senda tölvupóst og óska eftir gjafbréfi, nóg er að millifæra á félagið og senda kvittun í tölvupósti á lfi@lfi.is og setja gjafabréf í skýringar
- Afgreiðum gjafabréfin/kóðana til félagsfólks innan sólahrings frá millifærslu á virkum dögum
- Tekinn verður 1 punktur af félagsfólki við kaup á gjafabréfi
Niðurgreiðsla á gistingu innanlands
Frá 15.sept 2025- 1.maí 2026 (miðað við dagsetningu á gistingu) verður félagsmönnum boðin endurgreiðsla uppá 15.000kr af gistingu sem keypt er innanlands. Senda þarf kvittun á félagið Dregnir eru 2 punktar af félagsmanni. Aðeins er boðið upp á þetta að hausti því þá er olofshúsakostur lítill.
*Ástæða þess að aðeins er svigrúm fyrir 1 gjafabréf er að LFÍ ver mestum hluta fjármuna (sem renna í orlofssjóð) í að leigja sumarhús. Félagið er í umbótavinnu og á árinu 2025-2026 verður farið í að skoða hvað meginþorri félagsmanna óskar eftir.

