Punktasöfnun og Punktafrádráttur
Orlofssjóður LFÍ hefur það markmið að auðvelda félögum að njóta orlofstöku sem best, enda er mikilvægt að hvíla sig og hlaða batteríin. Sjóðurinn leigir félögum sínum orlofshús en einnig er hægt að kaupa gjafabréf í flug og á veturna er boðið uppá niðurgreiðslu á gistingu gegn kvittun.
Punktasöfnun: Félagsmaður safnar 3 punktum á ári. Ef félagsmaður sinnir nefndarstörfum fyrir félagið fær hann 1 auka punkt og safnar því samtals 4 punktum ár hvert. Nýr félagsmaður sem kemur í félagið í fyrsta skiptið fær 3 punkta við nýskráningu*. Félagsmenn sem hættir eru störfum halda punktunum sínum. Punktar fyrnast ekki.
Réttur til úthlutunar: Félagsmenn sem greiða í orlofssjóð (full aðild) hafa rétt á úthlutun úr sjóðnum: Félagsmenn án kjaraaðildar sem eru hættir störfum vegna aldurs og eiga næga punkta geta leigt orlofshús ef það er laust að lokinni úthlutun (njóta ekki forgangs). Ef punktastaða er minni en punktafrádráttur er ekki hægt að fá úthlutað orlofshúsi eða gjafabréfi.
Punktanýting og bókun: Punktar eru bundnir við hvern einstakling og ekki er hægt að leggja saman punkta milli félagsmanna. Punktar dragast frá hjá þeim félagsmanni sem leggur inn bókun (breyting á verklagi í samræmi við önnur félög).
Punktastaða: Verið er að vinna í að hafa punktastöðu aðgengilega á mínum síðum en þangað til getur félagsmaður óskað eftir upplýsingum um punktastöðu sína með því að senda tölvupóst á lfi@lfi.is.
Punktasöfnun: Árlega punktasöfnun má sjá að neðan
Félagsmaður | Félagsmaður sem sinnir nefndarstörfum | |
Árleg punktasöfnun (samtals) | 3 | 4 (3+1) |
Punktafrádráttur: Sjá töflu að neðan.
Orlofshús SUMAR | Orlofshús VETUR | Niðurgreiðsla á gistingu innanlands VETUR** | Icelandair gjafabréf | |
Punktafrádráttur | 3 | 2 | 2 | 1 |
Verklagsreglur þessar voru samþykktar af stjórn LFÍ 21. febrúar 2025 til samræmingar við önnur stéttarfélög og til þess að gagnsæi sé í punktasöfnun og punktafrádrætti LFÍ.
* Þar sem um nýjung er að ræða munu allir félagsmenn vera með að lágmarki 3 punkta frá og með 1.mars 2025. Áður en þessar verklagsreglur voru samþykktar fengu félagsmenn alltaf 1 punkt á ári en dregnir 3 punktar við úthlutun. ATH þetta er breyting á því verklagi því stefna félagsins er að félagsmenn geti leigt bústað árlega.
**niðurgreiðsla á gistingu innanlands hefst ekki fyrr en í sept 2025