Beint í efni

Úlfsstaðaskógur

Úlfsstaðaskógur liggur um 11 km fyrir innan Egilsstaði. Bústaðurinn er 64 m2 að grunnfleti með stóru svefnlofti. Svefnherbergin niðri eru tvö, bæði með tvíbreiðu rúmi, 140x200 og 160x200. Á svefnlofti eru tvö rúm, bæði 120x200, auk þess 2 dýnur. Því svefnpláss fyrir 10 manns. Auk þess ferðabarnarúm.  Sængur og koddar eru á staðnum en sængurver, tuskur, viskustykki og handklæði þurfa gestir að hafa með sér. Allur almennur borðbúnaður fyrir 10 manns ásamt ísskáp með frysti, eldavél með ofni, örbylgjuofni, kaffivél, brauðrist, vöfflujárni og pönnukökupönnu. Borðaðstaða er fyrir 6-8 manns og barnastóll. Stækkunarplatan fyrir matarborðið er inni í fataskápnum í öðru svefnherberginu niðri.

Sjónvarp og útvarp eru í bústaðnum.

Gasgrill, garðhúsgöng og heitur pottur eru á verönd við bústaðinn.

Bústaðurinn er innst á svæðinu svo lítil umferð er við hann. Hann er innst í efstu götunni og er númer 40. Landið umhverfis bústaðinn er kjarri vaxið og skógurinn er í næsta nágrenni. Gönguleiðir eru um svæðið. Stutt er í Hallormsstaðaskóg (12 km).

Gæludýr eru ekki leyfð.

Reykingar eru ekki leyfðar í húsinu.