Beint í efni

Reglugerð kjaradeilusjóðs

1.gr.

Sjóðurinn heitir Kjaradeilusjóður Lyfjafræðingafélags Íslands (LFÍ). Heimili hans og varnarþing er að Safnatröð 3, Seltjarnarnesi.

2. gr.

Tilgangur sjóðsins er að styrkja félagsmenn LFÍ sem ekki geta stundað vinnu vegna kjaradeilna sem félagið er aðili að. Heimilt er einnig að greiða úr sjóðnum kostnað vegna kjaradeilna og framkvæmda verkfalls, þó ekki vegna þóknunar fyrir verkfallsvörslu.

3. gr.

Aðild að sjóðnum eiga þeir félagsmenn LFÍ sem félagið semur fyrir. Árlegt framlag til  sjóðsins skal ákeðið á aðalfundi.

4. gr.

Stjórn sjóðsins skal skipuð 4 mönnum. Formaður LFÍ og 1 úr stjórn LFÍ eiga fast sæti í stjórn Kjaradeilusjóðs og 2 skipaðir úr Kjaranefnd. Ef atkvæði í stjórn sjóðsins falla jöfn skal atkvæði formanns LFÍ ráða.

5. gr.

Hlutverk sjóðsstjórnar er að úthluta styrkjum úr sjóðnum. Fjárhagur sjóðsins skal aðskilinn öðrum sjóðum LFÍ.

6. gr.

Kjörnir endurskoðendur félagsins skulu jafnframt vera endurskoðendur sjóðsins.

6.1 Ársreikning sjóðsins skal birta með reikningum LFÍ.

6.2 Ársreikning sjóðsins skal leggja fram áritaðan af félagslegum skoðunarmönnum félagsins og löggiltum endurskoðanda fyrir aðalfund félagsins. Reikningsár sjóðsins er það sama og félagsins.

7. gr.

Sjóðsstjórn skal halda fundargerðir sem skulu undirritaðar. Í fundargerðum skulu koma fram allar ákvarðanir stjórnar kjaradeilusjóðs, þar með taldar allar styrkveitingar til félaga og ennfremur óreglubundin framlög til sjóðsins, ef einhver eru.

8. gr.

Rétt til styrks úr sjóðnum á sérhver aðili að honum, sem ekki getur stundað vinnu sína vegna kjaradeilu LFÍ. Þegar vinnudeila er fyrirsjáanleg skal stjórn sjóðsins gera áætlun um greiðslur úr sjóðnum og útbúa almennar reglur um úthlutun styrkja til félagsmanna. Að jafnaði skulu úthlutunarreglur ræddar á félagsfundi og leitað samþykkis hans. Félagsmaður sem hefur störf annars staðar meðan á vinnustöðvun stendur missir rétt til greiðslu úr sjóðnum og sama gildir um félagsmann sem heldur launum í verkfalli.

9.gr.

Verði sjóður þessi af einhverjum ástæðum að hætta störfum, skal ákvörðun um það og ráðstöfun eigna sjóðsins tekin á aðalfundi.

10.gr.

Reglum þessum má aðeins breyta á aðalfundi.