Beint í efni

Algengar spurningar í verkfalli

29.10.2025

19:00 - 21:00

Safnatröð

SAMNINGUR Í SJÓNMÁLI. FUNDI FRESTAÐ AÐ SINNI. ENN FUNDAÐ Í HÚSI SÁTTASEMJARA.

Því miður sér LFÍ sig knúið til þess að HITTA lyfjafræðinga sem starfa í fyrirtækjum sem SA gerir kjarasamninga fyrir:

-Akureyrarapótek
-Íslandsapótek
-Lyfja/Festi
-Lyf og Heilsa
-Lyfjaval
-Reykjanesapótek
-Reykjavíkurapótek
-Rimaapótek

-Actavis group
-Alvogen
-Alvotech
-Bláa Lónið
-Controlant
-Coripharma
-Florealis
-Genís
-Háafell
-Linde Gas
-Nox medical
-Vistor/Distica/Artasan (Veritas)
-Össur

Félagsmenn sem sitja í framkvæmdarstjórn eða eru eigendur eru vinsamlegast beðnir að mæta ekki á fundinn enda sé hann ætlaður þeim sem verkfall myndi hugsanlega ná yfir.

Innanhústillaga sáttasemjara var felld með 90% í vor (Kjara­samningur lyfja­fræðinga „illa felldur“ og á­tján ára bið lengist - Vísir) og kröfur lyfjafræðinga hafa enn ekki farið umfram kröfur annarra stéttarfélaga en þrátt fyrir það hefur ekki náðst að semja. Tæp 2 ár eru síðan viðræður hófust og því er ljóst að ræða þarf við félagsmenn.

Af þeim sökum boðar LFÍ til félagsfundar þar sem farið verður yfir spurningar er kunna að tengjast verkfalli eins og:

1) Launagreiðslur í verkfalli
2) Hvernig virka verkfallsbætur og fyrir hverja
3) Réttarstaða félagsmanna í verkfalli
4) Hverjir mega vinna í verkfalli
5) Hvað er verkfallsbrjótur og hver eru viðurlögin
6) Hvað ef lyfjafræðingur er í fríi þegar verkfall brestur á
7) Hvað ef lyfjafræðingur er í launalausu leyfi
8) Má kalla út auka lyfjafræðinga á meðan verkfalli stendur
9) Mega lyfjafræðingar sem ekki eru í LFÍ vinna í verkfalli
10) Mega þeir sem eru í fæðingarorlofi vinna í verkfalli
11) Geta yfirmenn gengið í störf þeirra sem eru í verkfalli
12) Má breyta opnunartíma eða vöktum í verkfalli
13) Er einhver undanþágulisti
14) Hvað með lyfjafræðing sem er í veikindaleyfi
15) Hverjir fara í verkfall
16) Hvernig virkar verkfallsvarsla
17) ...aðrar spurningar sem salurinn hefur

Þessi fundur verður aðeins á staðnum sökum trúnaðar, Lyfjafræðingar sem ekki eru undir SA eru líka velkomnir þar sem verið er að fara almennt yfir spurningar tengdar verkfallsreglum. Hlökkum til að sjá ykkur og vonandi verður þessi fundur óþarfur þegar að því kemur.

Kveðja fyrir hönd stjórnar og kjaranefndar
Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir og Atli Sigurjónsson

Þessi fundur er löglega boðaður með vísan í 3.gr kjaranefndar.

,,Ef sérstaklega stendur á að dómi kjaranefndar, svo sem þegar vinnustöðvun stendur yfir eða er yfirvofandi, má boða til fundar með sólarhrings fyrirvara."