Beint í efni

Samþykktir áhugahóps um apótekslyfjafræði í LFÍ

1. grein Áhugahópurinn

„Áhugahópur um apótekslyfjafræði í LFÍ“ starfar innan félagsins á grundvelli laga þess samkvæmt 3. grein lið 12 í lögum LFÍ og samkvæmt samþykkt um áhugahópa.

Stofnun áhugahópsins var samþykkt á stjórnarfundi LFÍ þann 17. september 2019.

1. grein Markmið

Markmið áhugahópsins er að:

Stuðla að „best practice“ í öllu því sem við kemur starfi apótekslyfjafræðinga og stuðla að framförum á sviði apótekslyfjafræði á Íslandi.

Vera þrýstihópur á fyrirtæki og stofnanir til að koma áleiðis breytingum fyrir apótek.

Efla faglega þekkingu apótekslyfjafræðinga og stuðla að endurmenntun.

Vera umsagnaraðili stofnanna og ráðuneyta er varðar breytingar á lögum og reglum sem snúa að apótekum í sem víðustum skilningi.

Annast samskipti við erlend samtök apótekslyfjafræðinga.

1. grein Félagar

Allir félagsmenn LFÍ geta orðið félagar í hópnum.

1. grein Stjórn

Stjórn áhugahópsins er kosin á aðalfundi hans til tveggja ára í senn og skal skipuð formanni, gjaldkera og ritara. Formaður er kosinn sér. Að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum. Varamenn eru þeir tveir sem fá næstflest atkvæði. Leita skal til endurskoðenda LFÍ um endurskoðun reikninga.

1. grein Aðalfundur

Aðalfund skal halda í mars ár hvert. Boða skal hann með minnst tveggja vikna fyrirvara á þann hátt að tryggt sé að allir félagsmenn fái fundarboð.

Dagskrá aðalfundar:

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Reikningar
  3. Kosningar
  4. Önnur mál
  5. grein

Félagsslit

Tillaga um áhugahópsslit þarf að berast stjórn áhugahópsins eigi síðar en 15. febrúar ár hvert og skulu kynntar með aðalfundarboði.

Nú ákveða félagsmenn að slíta áhugahópnum og renna þá eignir áhugahópsins, ef einhverjar eru, til Lyfjafræðingafélags Íslands.