Beint í efni

Reglugerðir um kjörnefnd LFÍ

1. grein.

Á vegum Lyfjafræðingafélags Íslands starfar kjörnefnd. Formaður kjörnefndar er kosinn í bréflegri eða rafrænni kosningu fyrir aðalfund árlega.
Formaður kjörnefndar velur með sér í nefndina minnst fjóra lyfjafræðinga og skal leitast við að nefndin sé þannig skipuð að hún nái til sem flestra starfssviða og aldurshópa lyfjafræðinga.

2. grein.

Svo sem fram kemur í lögum Lyfjafræðingafélags Íslands eru allir félagsmenn skyldugir til að verða við kosningu til starfa í félaginu nema gild forföll hamli en geta neitað endurkjöri jafn langan tíma og þeir hafa gegnt störfum.
Hlutverk kjörnefndar er að leita eftir framboðum félagsmanna til að tryggja sem mesta þátttöku þeirra í störfum á vegum félagsins. Þetta hlutverk kjörnefndar nær til allra stjórna, nefndar og embætta sem kosið er til í tengslum við aðalfund Lyfjafræðingafélags Íslands.

3. grein.

Kjörnefnd skal eigi síðar en í janúar ár hvert auglýsa eftir framboðum til stjórna, nefnda eða embætta.
Fyrir 15. febrúar ár hvert skal kjörnefnd senda stjórn Lyfjafræðingafélags Íslands upplýsingar um það hverjir bjóði sig fram til hverrar einstakrar stjórnar, nefndar eða embættis.

4. grein.

Um breytingar á reglugerð þessari fer á sama hátt og um lagabreytingar Lyfjafræðingafélags Íslands.

5. grein.

Reglugerð þessi var samþykkt á aukaaðalfundi Lyfjafræðingafélags Íslands 5. desember 1999 og öðlast gildi 1. janúar 2000.

Breyting samþykkt á 1. grein reglugerðarinnar á aukaaðalfundi Lyfjafræðingafélags Íslands 2. júní 2021