Beint í efni

90% fellir Innanhústillögu

20. maí 2025

Meðfylgjandi er niðurstaða kosninga félagsmanna um Innanhústillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu milli Samtaka atvinnulífsins og Lyfjafræðingafélags Íslands með gildistíma frá 1. maí 2025.

Innanhústillagan hefur því verið felld með afgerandi meirihluta eða 90% og við taka áframhaldandi viðræður með Sáttasemjara og SA. Samninganefnd, kjaranefn og stjórn LFÍ mun funda og stilla saman strengi. Einnig verður send út könnun á félagsmenn til þess að forgangsraða kröfum í næstu lotu.

Lyfjafræðingafélag Íslands þakkar félagsmönnum fyrir góða þátttöku í þessum kosningum.

Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir

Formaður LFÍ 2023-

Dagsetning
20. maí 2025
Deila