Beint í efni

Samþykkt um sérstakan áhugahópa innan LFÍ

1. grein.

Sérstakir áhugahópar um lyfjafræðileg málefni geta starfað innan félagsins á grundvelli laga þess, sbr. 3. gr. laga LFÍ lið 12.

2. grein.

Markmið hópanna er að efla þekkingu og umræðu um einstakar undirgreinar lyfjafræðinar. Stofnun slíkra hópa er háð samþykki stjórnar félagsins eða aðalfundar.

3. grein.

Allir félagar í LFÍ geta valið að taka þátt í einum eða fleiri áhugahópum.

4. grein.

Stjórn áhugahóps er í höndum 3-5 manna stýrihóps sem er valinn af áhugahópnum sjálfum til tveggja ára í senn. Stýrihópurinn skal hafa frumkvæði að því að halda fundi og dreifa fræðsluefni um áhugasvið sitt meðal hópfélaga. Um stærri verkefni getur stýrihópurinn verið í samstarfi við Fræðslu- og skemmtinefnd LFÍ.

5. grein.

Áhugahópar skulu skila starfs- og kostnaðaráætlun til stjórnar LFÍ fyrir 15. febrúar ár hvert.

6. grein.

Rekstrarkostnaður áhugahópa greiðist úr félagssjóði samkvæmt ákvörðun stjórnar LFÍ.

7. grein.

Áhugahópar geta sótt um styrki til sjóða LFÍ vegna sérstakra verkefna.