Beint í efni

Reglugerðir Ímyndarsjóða LFÍ

1. grein.

Sjóðurinn heitir Ímyndarsjóður lyfjafræðinga.

2. grein.

Rekstur sjóðsins og úthlutun úr honum er í höndum stjórnar Lyfjafræðingafélags Íslands.

3. grein.

Hlutverk sjóðsins er að styrkja stór verkefni, s.s. myndbandagerð, bókagerð, bæklinga, veggspjöld, sem stjórn LFÍ ákveður að veita fé í til að efla ímynd lyfjafræðinga og ímynd starfa þeirra.

4. grein.

Tekjur sjóðsins eru:

  1. Árlegt framlag úr félagssjóði að ákvörðun aðalfundar hverju sinni.
  2. Gjafir og styrkir sem sjóðnum kunna að hlotnast.

5. grein.

Stjórn LFÍ er heimilt að úthluta öllu ráðstöfunarfé sjóðsins. Stjórn LFÍ kynnir verkefnin sem úthlutað var í þegar þeim er lokið. Í ársskýrslu skal gerð grein fyrir úthlutun úr sjóðnum.

6. grein.

Endurskoðaðir reikningar og fjárhagsáætlun skulu lögð fram á aðalfundi Lyfjafræðingafélags Íslands.

7. grein.

Um breytingar á reglugerð þessari fer á sama hátt og um lagabreytingar Lyfjafræðingafélags Íslands.

8. grein.

Reglugerð þessi var samþykkt á aðalfundi Lyfjafræðingafélags Íslands 20. mars 2019.