Beint í efni

Reglugerð um fræðslu- og skemmtinefnd LFÍ

1. grein.

Á vegum Lyfjafræðingafélags Íslands starfar fræðslu- og skemmtinefnd.
Formaður fræðslu- og skemmtinefndar er kosinn almennri bréflegri eða rafrænni kosningu til tveggja ára og velur með sér minnst 4 samstarfsmenn.

2. grein.

Hlutverk nefndarinnar er tvíþætt:

  1. Að vinna að eflingu faglegrar og vísindalegrar þekkingar félagsmanna og standa fyrir fræðslufundum og námskeiðum fyrir lyfjafræðinga í þeim tilgangi. Nefndin getur unnið að þessum markmiðum með samvinnu við önnur félög eða stofnanir.
  2. Að vinna að samheldni stéttarinnar með því að skipuleggja skemmtifundi, árshátíðir, ferðir og annað sem gefur félagsmönnum færi á að hittast og skemmta sér saman.
3. grein.

Nefndin hefur sjálfstæðan fjárhag og eru tekjur hennar:

  1.  Námskeiðagjöld.
  2.  Gjafir og styrkir sem henni kunna að hlotnast.
  3.  Styrkur frá Lyfjafræðingafélagi Íslands sem ákveðinn er á aðalfundi.
4. grein.

Endurskoðaðir reikningar og fjárhagsáætlun skulu lögð fram á aðalfundi Lyfjafræðingafélags Íslands.

5. grein.

Um breytingar á reglugerð þessari fer á sama hátt og um lagabreytingar Lyfjafræðingafélags Íslands.

6. grein.

Reglugerð þessi var samþykkt á aukaaðalfundi Lyfjafræðingafélags Íslands 5. desember 1999 og öðlast gildi 1. janúar 2000. Jafnframt fellur þá úr gildi reglugerð Fræðslunefndar Lyfjafræðingafélags Íslands, sem samþykkt var á aðalfundi félagsins 23. mars 1996.

Breyting samþykkt á 1. grein reglugerðarinnar á aukaaðalfundi Lyfjafræðingafélags Íslands 2. júní 2021