Beint í efni

Úthlíð

Í Úthlíð er húsið Breiðabunga sem stendur félagsmönnum til boða. Húsið var tekið í gegn og endurnýjað árið 2019.

Þar eru tvö svefnherbegi með tvíbreiðum rúmum og eitt herbergi með kojum. Svefnpláss fyrir 6 manns. Eldhús með eldavél, kæliskáp, örbylgjuofni, bakarofni, kaffikönnu, hitakönnu, brauðrist og borðbúnaði fyrir 8 manns. Rúmgóð stofa með sófasetti og sjónvarpstæki (RÚV) og útvarpi. Frítt net í húsunum.

Heitur pottur og gasgrill er á verönd.

Ekki er séð fyrir sængurverum, handklæðum, viskastykkjum og tuskum.

Í Úthlíð er Réttin þar sem er veitingasala og þar er hægt að versla ýmsar vörur.

Hestaleiga og golfvöllur er á staðnum.