Beint í efni

Stykkishólmur

Í Stykkishólmi stendur til boða 4ja herbergja íbúð 70 m2 á tveim hæðum. Svefnpláss er fyrir 6 manns.

Á efri hæð er forstofa, eitt herbergi með einbreiðu rúmi og samliggjandi eldhús og stofa. Svalir eru út af stofu. Á neðri hæð eru tvö svefnherbergi og baðherbergi. Annað svefnherbergið er með tvíbreiðu rúmi og hitt með tvíbreiðu rúmi og koju yfir.

Hringstigi er á milli hæða.

Sængur og koddar eru til staðar og auk þess er í íbúðinni barnarúm og barnastóll.

Í eldhúsinu er allur almennur borðbúnaður, eldavél með bakaraofni, örbylgjuofn og uppþvottavél. ásamt öðrum daglegum eldhúsáhöldum. Gasgrill er á svölum.

Ekki er séð fyrir sængurverum, handklæðum, viskastykkjum og tuskum.