Beinvernd, Frumtök, Hjartaheill og Lyfjafræðingafélag Íslands taka höndum saman:

Miklar breytingar hafa verið gerðar á greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands í lyfjakostnaði. Breytingarnar ná til eftirtalinna lyfjaflokka (með því að smella á viðkomandi flokk, má sjá hvaða lyf njóta sjálfkrafa greiðsluþátttöku í dag. Hér fyrir neðan er listi yfir þau lyf sem sjálfkrafa njóta greiðsluþátttöku:

Greiðsluþátttaka er nú takmarkaðri en áður og ekki er víst að Sjúkra-tryggingar Íslands taki lengur þátt í greiðslu þeirra lyfja sem þú þarft að nota.

Markmiðið með þessum breytingum er sparnaður í heilbrigðiskerfinu. Notkun lyfja er stýrt yfir í ódýrasta lyfið í hverjum lyfjaflokki og því ber lækninum þínum að breyta lyfjagjöf þinni til samræmis við nýjar reglur. Fyrir marga skiptir þessi breyting litlu. Lyf innan hvers flokks geta verið mismunandi og misjafnt hvaða lyf hentar hverjum og einum. Til að koma til móts við þann hóp sem af einhverjum ástæðum getur ekki notað ódýrasta lyfið hefur Sjúkratryggingastofnun gefið út leiðbeiningar varðandi útgáfu lyfjaskírteina. Læknirinn þinn getur því sótt um greiðsluþátttöku (lyfjaskírteini) fyrir þau lyf sem þú þarft á að halda:

  • ef meðferð með ódýrasta lyfinu reynist ófullnægjandi eða veldur aukaverkunum.
  • ef í undantekningartilvikum, þegar læknir metur svo að breyting á lyfjameðferð, sem búið er að stilla sjúklinginn á, sé ekki réttlætanleg.

Ef þú vilt ekki breyta um lyf og færð ekki lyfjaskírteini þá áttu þess alltaf kost að greiða lyfið að fullu.

Til að forðast vandræði skaltu hafa í huga að þú þarft að vera tímanlega í sambandi við lækninn þinn vegna hugsanlegra breytinga á lyfjum eða útgáfu lyfjaskírteinis. Ávísuðum lyfjum (skv lyfseðli) má ekki breyta í apótekum.

Athygli er vakin á því að útgefinn lyfseðill getur verið í gildi, þó greiðsluþátttöku viðkomandi lyfs hafi nýlega verið breytt. Nánari upplýsingar fást í næsta apóteki og / eða hjá lækni.

Samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu eiga allir landsmenn kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita. Þá á aðgangur allra að heilbrigðisþjónustunni að vera jafn óháð efnahag, samkvæmt lögum um sjúkratryggingar.

 

Þekkir þú þinn rétt? Færð þú ekki lengur lyfið „þitt“?
Kynntu þér nánar hver þinn rétt er hér á vef Tryggingastofnunar ríkisins.

 

Aðrir tenglar vegna lyfjamála:
Landlæknir
Lyfjastofnun

    
53dc57f162d7c49.jpg 8392199156cce161.jpg