Í Reykholti um 1,5 klst akstri frá Reykjavík stendur til boða sumarhús með svefnplássi fyrir sex fullorðna (ungbarnarúm er á staðnum)  Í húsinu er björt stofa með flottu útsýni yfir Reykholt og nærliggjandi sveit, tvö svefnherbergi og loft með svefnsófa. Stór heitur pottur og pallur og gasgrill er á staðnum. Þráðlaust net er á staðnum. Sængurver, handklæði, viskustykki og tuskur þurfa gestir að koma með sjálfir.

Húsið er í sumarhúsabyggð á þann veg að nokkrir bústaðir eru í kring, en ekki er þjónustumiðstöð á svæðinu. Leikvöllur er ekki í nærumhverfi en hægt er að keyra niður í Reykholt og kíkja á leikvöllinn þar (einungis 5 mínútna akstur). Húsið er stutt frá náttúruperlum Íslands - 20 mínútur á Geysi og 30 mínútur á Gullfoss. Dýragarðurinn Slakki er í 20 mínútna fjarlægð. Friðheimar í Reykholti er í 5 mínútna akstri frá og þar er hægt að skoða tómatrækt og fá sér tómatsúpu. Flúðir eru í 20 mínútna fjarlægð, þar er hægt að heimsækja Flúðasveppi, þar sem sveppir eru ræktaðir o.s.frv.