Á Bifröst stendur til boða 4ja herbergja íbúð 92m2 á fyrstu hæð. Íbúðin samanstendur af hjónaherbergi með fataskáp, herbergi með tvíbreiðu rúmi og fataskáp og þriðja herbergið er með einbreiðu rúmi. Svefnpláss ásamt sængum og koddum er því fyrir 5 manns. Auk þess er til staðar barnarúm og barnastóll. Baðherbergið er með sturtu.

Í eldhúsi er allur almennur borðbúnaður, eldavél með bakarofni, örbylgjuofn og uppvottavél. Stofa/borðstofa og eldhús er í samfelldu rými. Í stofu er sófi og stofustólar, borðstofustólar ásamt stólum, útvarp og sjónvarp.

Ekki er séð fyrir sængurverum, handklæðum, viskustykkjum og tuskum. Þvottavél er í íbúðinni.

Frábærar gönguleiðir eru frá Bifröst s.s. við Hreðavatn og í næsta nágrenni er Grábrók, fossinn Glanni í Norðurá, Hraunfossar/Barnafoss og Deildartunguhver svo fátt eitt sé nefnt. Þá er níu holu gólfvöllur rétt við Bifröst. Staðsetningin í hjarta Borgarfjarðar veldur því að tiltölulega stutt er að fara á milli staða, s.s. út á Snæfellsnes og inn í Borgarfjörð (Húsafell o.fl.).

Það eru nokkrar sundlaugar á svæðinu t.d. Varmaland, hreppslaugin í Skorradal, Borgarnes og Krauma (náttúrulaugar við Deildartunguhver).

Hægt er að kaupa Bifrastarkort og fær fólk þá aðgang þar að heitum potti.

Gestir nálgast lykla í lyklaboxi við komu. Umsjónarmaður er á svæðinu og er gestunum innan handar. Eftir hverja dvöl fer hann yfir íbúðina og gengur úr skugga um að hún sé tilbúin fyrir næstu útleigu. Hreinlætisáhöld og hreinsiefni eru til staðar.