Haust-, vetrar- og vorleiga

Nú er komið að því að úthluta Lyfjakoti fyrir næsta haust-/vetrar-/ vortímabil, þ.e. 10/9 2021 til 27/5 2022.

Einnig verður boðið upp á orlofsíbúð í Stykkishólmi til áramóta og hugsanlega lengur.

Líkt og undanfarin ár þá er um helgarúthutun að ræða en einnig er hægt að bæta við aukadögum.

Þeir sem hafa áhuga sendi tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Pöntunum verður svarað í tímaröð.

Á tímabilinu 1. september til 31. maí geta félagsmenn fengið allt að 16 þúsund kr afslátt af leigugjaldi fyrir gistingu innanlands.

Leigutakar gera sjálfir upp við viðkomandi aðila og snúa sér síðan til skrifstofu LFÍ til að fá endurgreiddan mismuninn.

Reglan er að félagsmaður greiðir fyrstu 16.000 kr sjálfur, félagið næstu 16.000 kr og félagsmaður rest. ATH! Gildir eingöngu fyrir gistingu innanlands.

Fullgildir félagsmenn fá niðurgreiðslu án punktafrádráttar. Félagsmenn án kjaraaðildar eða eldri félagar sem eiga inni punkta frá árum áður geta óskað eftir niðurgreiðslu á orlofshúsum/gistingu gegn punktafrádrætti.

Verðskrá haust-/vetrar-/vor 2021-2022:

Lyfjakot/Stykkishólmur:                     8.000 kr,  aukanótt 1.500 kr

Aðrir kostir:                                        Að hámarki niðurgreitt um 16.000 kr í eitt skipti.

- - - - - - - - - -

Ef einhverjar spurningar vakna biðjum við félagsmenn að hafa samband við skrifstofu LFÍ, s: 561-6166, netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Auk þess er velkomið að hafa samband við einhvern úr stjórn Orlofssjóðs sem er skipuð eftirfarandi:

Lárus Freyr Þórhallsson, s: 868 2882 netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Magnús Júlíusson, s: 844 7544netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.