Stofnfundur Áhugahóps um apótekslyfjafræði í LFÍ var haldinn 27. nóvember 2019 í sal Lyfjafræðisafnsins. 

Hlynur Torfi Traustason varaformaður LFÍ var fundarstjóri. Mættir voru 15 lyfjafræðingar sem jafnframt eru stofnfélagar hópsins.

Hugmyndin með stofnun áhugahópsins er að hann verði „suðupottur“ hugmynda um hvað má betur fara í starfi lyfjafræðinga í apótekum. Áhugahópur um apótekslyfjafræði getur jafnframt verið þrýstihópur varðandi málefni sem varða alla lyfjafræðinga sem starfa í apótekum og veitt ráðgjöf til stjórnar LFÍ varðandi atriði sem sérstaklega snúa að starfsviði apóteka.

Samþykktir áhugahóps um apótekslyfjafræði voru samþykktar á fundinum.

Stjórn áhugahóps um apótekslyfjafræði var kosin og er þannig skipuð:

Hlynur Torfi Traustason formaður,

Sigríður Pálína Arnardóttir ritari,

Margrét Birgisdóttir gjaldkeri,

Jóna Björk Elmarsdóttir varamaður.

Miklar umræður voru á fundinum varðandi störf lyfjafræðinga í apótekum, áskoranir og hvað mætti betur fara.

Allir félagar LFÍ geta verið meðlimir í áhugahópnum, sendið póst til This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..