Lyfjafræðingafélag Íslands

 

Hlutverk Lyfjafræðingafélags Íslands er að stuðla að heilbrigði og réttri lyfjanotkun og að stuðla að faglegu starfi alls staðar þar sem lyf koma við sögu. Hlutverk félagsins er einnig að efla þekkingu annarra heilbrigðisstétta og almennings á lyfjafræði og störfum lyfjafræðinga. Félagið gætir hagsmuna og stendur vörð um réttindi félagsmanna, stuðlar að bættum kjörum og aukinni starfsánægju þeirra og eflir samheldni og samstarf meðal lyfjafræðinga.