Beint í efni

Úttekt á Lyfjakoti og framtíð orlofshúsa

11. september 2023

Þann 11.sept hittist stjórn LFÍ ásamt orlofshúsanefnd og fór í gegnum plön fyrir vetur 2023-sumar 2024.

Ítarlegur fyrirlestur var haldinn af Þórði (meðstjórnanda) þar sem hann fór í gegnum úttekt sem hann og mágur (smiður) hans gerðu á Lyfjakoti. Fyrir áhugasaman sjá HÉR

Það er nokkuð ljóst að ráðast þarf í framkvæmdir sem fyrst og því tefst vetrarúthlutun á Lyfjakoti örlítið. Að mörgu þarf að huga og mögulega mætti fá hjálp frá félagsmönnum gegn því að fella niður leigugjald á einfaldari framkvæmdum eins og að háþrýstiþvo pall, skipta um hurðarhúna, fara með nýjar sængur osfrv.

Af hinum orlofshúsunum er það að frétta að pása þarf Spán 2024 til þess að nota í framkvæmdir á Lyfjakoti. Leiga á Stykkishólmi verður hætt en í staðinn á að kanna hvort verði hægt að fá heilsársaðgengi að bústað fyrir Norðan.

Kveðja

Sigurbjörg, Þórður, Þórunn, Lalli, Ómar, Íris, Barbora og Hlynur.

Dagsetning
11. september 2023
Deila