Beint í efni

Stuðningsyfirlýsing

10. maí 2023

Yfirlýsing er varðar lyfjafræðingar sem starfa fyrir ríkið. Sem formaður LFÍ langar mig að koma eftirfarandi yfirlýsingu á framfæri:

Nú hafa niðurstöður úr atkvæðagreiðslu um breytingu og framlengingu á kjarasamningi við ríkið verið tilkynntar. Kjörsóknin var með besta móti (87,5%) sem sýnir að þetta skiptir lyfjafræðingar miklu máli.

Samningurinn var samþykktur með meirihluta atkvæða 59,5%

Þrátt fyrir að meirihlutinn samþykkti var stór hluti ekki á því máli (38,1%). Ég hef sett mig í samband við nokkra aðila sem hafa verið ósáttir með aðkomu LFÍ í kjaradeilum. Ég vil því árétta og koma á framfæri að stjórn Lyfjafræðingafélags Íslands vill styðja við bakið á lyfjafræðingum í kjarabaráttu. Það skiptir miklu máli að við látum í okkur heyra og að við höfum rödd í samfélaginu. Þess vegna verðum við að standa saman og stjórn LFÍ vill gera allt sem í valdi þeirra stendur til þess að rödd þessara 38,1% lyfjafræðinga sem eru óánægðir með kjarasamninginn fái að heyrast.

Við virðum jafnframt þessa niðurstöðu og munum við leggjast yfir hvernig næstu skref verða.

Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir

Dagsetning
10. maí 2023
Deila