
Stuðningsyfirlýsing
10. maí 2023
Yfirlýsing er varðar lyfjafræðingar sem starfa fyrir ríkið. Sem formaður LFÍ langar mig að koma eftirfarandi yfirlýsingu á framfæri:
Nú hafa niðurstöður úr atkvæðagreiðslu um breytingu og framlengingu á kjarasamningi við ríkið verið tilkynntar. Kjörsóknin var með besta móti (87,5%) sem sýnir að þetta skiptir lyfjafræðingar miklu máli.
Samningurinn var samþykktur með meirihluta atkvæða 59,5%
Þrátt fyrir að meirihlutinn samþykkti var stór hluti ekki á því máli (38,1%). Ég hef sett mig í samband við nokkra aðila sem hafa verið ósáttir með aðkomu LFÍ í kjaradeilum. Ég vil því árétta og koma á framfæri að stjórn Lyfjafræðingafélags Íslands vill styðja við bakið á lyfjafræðingum í kjarabaráttu. Það skiptir miklu máli að við látum í okkur heyra og að við höfum rödd í samfélaginu. Þess vegna verðum við að standa saman og stjórn LFÍ vill gera allt sem í valdi þeirra stendur til þess að rödd þessara 38,1% lyfjafræðinga sem eru óánægðir með kjarasamninginn fái að heyrast.
Við virðum jafnframt þessa niðurstöðu og munum við leggjast yfir hvernig næstu skref verða.
Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir