Beint í efni

Samantekt stjórnarfundar 29.08.23

31. ágúst 2023

Fundur stjórnar LFÍ 29.08.23

Mörg viðfangsefni voru á stjórnarfundi eftir sumarfrí stjórnarmeðlima.

1.       Stofnanasamningur við LSH
Uppfærsla stofnanasamnings fyrir lyfjafræðinga á LSH gengur vel. Lögfræðingur hefur fylgt á öllum fundum til þessa til að tryggja góðan samning.

2.       Kjarasamningar
SA og FA samningunum var sagt upp fyrir sumarið. Nú er vinnuhópur með um 20 einstaklinga sem eru að fara í gegnum gömlu samningana og móta kröfugerð fyrir komandi samningaviðræður. Einnig munu ríkissamningar losna vorið 2024 og þarf undirbúningsvinnu félagsmanna fyrir þann tíma.

3.       Orlofshús og stefna
Framkvæmdastjóri er með yfirlit yfir kostnað orlofshúsum sem deilt var með stjórn á fundi. Stjórarmeðlimum var brugðið við að sjá kostnaðinn tekinn saman fyrir orlofshúsin. Taka þarf sér fund með orlofsnefnd til þess að skoða stöðuna og möguleika. Varaformaður fer í málið að taka út Lyfjakot og hvað má gera til að bæta aðstöðuna þar.

4.       Fundir með félagsmönnum
Laugardaginn 2. september verður fundur með lyfjafræðingum í apótekum, þar sem mikilvæg reglugerðarbreyting er framundan í haust. Samantekt fundar verður aðgengileg lfi.is að fundi loknum.

5.       NFU og FIP
Formaður gerði samantekt af NFU og myndband sem var deilt með félagsmönnum.FIP verður í Ástralíu í lok september og formaður mun fara fyrir hönd LFÍ.

6. Samstarf með FÍN eða innganga
Innganga í FÍN og kostnaður við það var rætt lauslega. Formaður/framkvæmdarstjóri FÍN hefur sent skýrslu sem þarf að fara í gegnum. Aðskilin fund þarf fyrir þá umræðu. Bókaður var fundur með formanni/framkvæmdarstjóra FÍN í byrjun okt til þess að fara ítarlega í gegn. Sjái stjórn fram á að Lyfjafræðingafélagið myndi batna til muna við inngöngu mun eiga sér stað upplýsingarfundur ásamt atkvæðagreiðslu félagsmanna þar sem farið yrði í kosti og galla. Úrslit kosninga myndi svo ráða næstu skrefum. Formaður leggur áherslu á að að mikilvægt sé að skoða þetta atriði betur en áður hefur verið gert.

7. Undirskrifit í emailum
Að lokum voru undirskriftir stjórnarmeðlima ræddar og verða þær samræmdar hjá stjórninni.

Meira var það ekki að sinni, en mörg spennandi verkefni eru á komandi hausti.

Kveðja Stjórnin (Sigurbjörg, Íris, Þórunn, Þórður, Davíð, Bergdís og Barbora)

Dagsetning
31. ágúst 2023
Deila