Beint í efni

Samatekt srjórnarfundar 05.02.2024

6. febrúar 2024

 • Fræðslufundurinn um skaðaminnkun
  Fundurinn heppnaðist vel og fékk mörg hrós. Margt búið að gerast í kjölfarið sem er markmið stjórnar með að halda slíkan fræðslufund.
  Miklu máli skiptir að hafa fengið mikilvæga fyrirlesara og mynda vettvang til umræðu milli lykilaðila umræðunnar. Alþingismaður mætti á
  fund sem dreif áfram umræðu síðar. Blaðamenn fengu að ræða við formann LFÍ fyrir fundinn en formanni fannst mikilvægt að fundurinn sjálfur væri fyrst og fremst fyrir lyfjafærðinga.
 • Kjaramál
  Ríkislyfjafræðingarnir eru að hitta Framkvæmdastjóra og lögfræðingi á morgun til að ræða kjaramál. Stefnan er að gera kröfugerð. SA
  kröfugerð er á lokametrunum og í lokayfirferð hjá lögfræðingnum.
 • Aðalfundur -Lagabreytingar
  Ritari hefur síðasta árið tekið saman tillögur að lagabreytingum fyrir næsta aðalfund. Formaður hefur tekið þær tillögur saman og skipt milli verkefna sem formaður mun taka að sér á næstunni og svo lagabreytinga sem lagðar verða fyrir aðalfund. Formaður og framkvæmdastjóri hafa tekið þessar hugmyndir og fært á viðeigandi lagaform. Formaður kynnti þessar tillögur fyrir stjórninni. Rætt var um lyfjafræðinema á 1-3 ári í grunnnáminu og tillögu að nemaaðild og aðstoðarlyfjafræðinga á 4-5 ári með fagaðild. Einnig var farið yfir breytingartillögur varðandi umsóknarferli í LFÍ, heiðursfélaga o.fl. Formaður fer einnig yfir tillögur að auknu starfshlutfalli formanns, sem verður lagt fyrir aðalfund. Formaður mun vera með kynningu fyrir
  félagsmönnum hvað þessi breytingartillaga felur í sér fyrir aðalfund. Formaður og Framkvæmdastjóri fara saman yfir fjármagnsáætlun og leggja til hvaða kostnað LFÍ gæti staðið straum af og hvort þyrfti að hækka félagsgjöld. Framkvæmdastjóri mun senda ársreikning á stjórnarmeðlimi til rafrænnar undirritunar.

 • Önnur mál
  Varaformaður hefur komist í samband við formann lyfjatæknafélagsins. Stefnan er að bjóða stjórn lyfjatæknafélagsins að koma á Safnatröð að
  hitta stjórn LFÍ til að styrkja samband milli félagana. Varaformaður leggur til kvöldið fimmtudaginn 29. febrúar fyrir þennan fund. Formaður
  mun taka saman gagnlega punkta fyrir fundinn.

Næsti fundur verður 27.febrúar kl 20 á teams

Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir formaður,
Þórður Hermannsson varaformaður,
Bergdís Elsa Hjaltadóttir ritari,
Þórunn Margrét Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri
Íris Gunnarsdóttir meðstjórnandi
Barbora Gorová meðstjórnandi

Dagsetning
6. febrúar 2024
Deila