
Samantekt stjórnarfundar 25.05.2023
25. maí 2023
Tekin hefur verið ákvörðun í stjórn LFÍ að framvegis skuli upplýsingagjöf vera betri til meðlima félagsins. Sú upplýsingagjöf mun m.a. fela í sér að eftir hvern stjórnarfund verður skrifuð samantekt...
Samantekt fundar 25.05.2023
- Kjarabaráttan á LSH
LFÍ hefur tekið fastar á karamálum Lyfjafræðinga starfandi fyrir ríkið. Hingað til hafa kjaramál ríkis verið höfð utan við kjaranefnd LFÍ en því á að breyta. Formaður og Framkvæmdarstjóri LFÍ mun ásamt lyfjafræðingum á LSH, lögfræðingi og kjarafulltrúa LFÍ hitta Atla fulltrúa LSH á morgun á fyrsta fundi ársins varðandi uppfærslu á stofnanasamningi. Halldór lögfræðingur mun leiða fundinn fyrir hönd LFÍ. Mikil eftirvænting er hjá stjórn hvernig samningaviðræður munu ganga. Framkvæmdastjóri sat fyrirlestur í dag þar sem Heimir, Elín og Þorbjörg lyfjafræðingar kynntu sín störf fyrir mannauðsstjóra LSH. Sú kynningin fór vel. - Starfshópur fyrir kjarasamninga SA og FA
Til stendur að uppfæra kjarasamninga SA og FA fyrir lok árs og starfshópur hittist á mánudaginn 22 maí í fyrsta skipti. Fundur gekk vel. Samningar voru teknir fyrir og verkefni voru úthlutuð. Þessi undirbúningsvinna er komin vel á veg. - Trúnaðarmenn
Trúnaðarmenn eru lykilstarfsmenn á vinnustöðum. Þeir eru mikilvæg tenging LFÍ við vinnumarkaðinn og nauðsynlegur bakhjarl fyrir félagsmenn.Til stendur að efla trúnaðarmenn okkar svo til þess að styðja enn frekar við kjarabaráttu lyfjafræðinga.
- Bólusetningar í apótekum
Fyrirspurnir hafa komið frá félagsmönnum varðandi bólusetningar í apótekum á Íslandi. Til stendur að taka saman efni fyrir lyfjafræðinga um stöðu mála og næstu skref. - Heimasíðan
Framkvæmdastjóri og formaður vinna í stórum og smáum skrefum að uppfæra heimasíðuna svo vonandi verði hægt að nota hana fyrst og fremst til að nálgast upplýsingar fyrir lyfjafræðinga.
Meira var það ekki í bili.
Kveðja Stjórnin (Sigurbjörg, Íris, Þórunn, Þórður, Davíð, Bergdís og Barbora)
Dagsetning
25. maí 2023Deila