Beint í efni

Samantekt stjórnarfundar 09.01.2024

11. janúar 2024

1. Fundur með nefndar-formönnum 18. jan 2024
Ekki náðist að halda fund með nefndar-formönnum í desember eins og hefur verið undanfarin ár til stendur að halda þann fund 18.jan nk
Formenn nefnda fara þá yfir hvað hafi áunnist og hvað sé á döfinni

2. Skaðaminnkun, fræðslufundur 23. jan 2024
Skráning á fræðslufund gekk vel á Tix og 75 miðar seldust upp samdægurs. Framkvæmdastjóri og formaður munu taka saman kostnað á þessari þjónustu, auk kostnaðar bak við veitingar og fyrirlesara. Framkvæmdastjóri ætlar að skoða möguleika á hljóðnema eða stoðtæki fyrir fjarfundarbúnað þar sem margir félagsmenn hafi óskað eftir streymi.

3. Kjaramál
Fundur var vegna stofnanasamnings Landspítalans var í síðustu viku. Beðið er eftir niðurstöðu úr samningum Eflingar. Enginn bauð sig fram í samninganefnd ríkisins, stjórn fer í það að ræða við einstaklinga sem vinna undir samningum ríkisins um það. Stofnanasamningar við Sjúkrahúsið á Akureyri (SAK) og Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins eru í vinnslu.

4. Miðlægt lyfjakort
Formaður, framkvæmdastjóri, varaformaður og meðstjórnandi stefna að mæta á stað- og Teams-fund fimmtudaginn 11. janúar kl. 9 með
Sunnu verkefnastjóra hjá Embætti Landlæknis. Stjórn tekur saman spurningar sem væri gott að fá svar við.

5 Ozempic
Lyfjaskortur er á Ozempic í landinu þar sem birgðir sem berast til landsins taka
mið af gildum lyfjaskírteinum. Ekki fæst heimild til forgangsröunnar. Póstur var sendur frá Lyfjastofnun og og dreifingaraðila lyfsins að hvetja lyfjafræðinga til að afhenda ekki lyf nema  til einstaklinga sem hafa lyfjaskírteini. Formaður ætlar að taka málið í sínar hendur, ræða við lyfjafræðinga á heilsugæslu, Lyfjastofnun og og dreifingaraðila lyfsins að hvetja lyfjafræðinga til að afhenda ekki lyf nema  til mögulega heimilislækni. Í kjölfarið ætlar formaður að taka saman upplýsingar og úrræði til að birta á LFÍ síðunni.

6. Bréf til fyrirtækis
Nokkur mál hafa verið á döfinni hjá lyfjafræðingum sem vinna hjá ákveðnum vinnustað lyfjafræðinga. Lyfjafræðingar fá ekki greitt eftir
nákvæmri keyrslu til vinnu. Aksturinn er eftir töflu sem hefur fengið gagnrýni. Lyfjafræðingar fá ekki greitt nákvæmlega eftir innstimplun,
aðeins eftir vaktaplani. Lyfjafræðingar fá ekki greitt rétt útkall, dæmi er um að lyfjafræðingar fái aðeins 2 klst greitt þegar þeir eiga að fá 4 klst. Þessi mál hafa verið tekin saman og er í yfirferð hjá lögfræðingi sem fer svo á fyrirtækið sem á við.

7. Verkefnavinna formanns
Formaður stefnir á aukinni verkefnavinnu í félaginu nú í febrúar. Verkefni sem formanni þykir mikilvægt að taka er staða trúnaðarmanna
trúnaðarmanna, líftrygging félagsmanna, endurskoðun félagsgjalda, hagræðing rekstri skrifstofu. Þessi verkefnavinna gæti verið
verktakavinna. Formaður tekur saman umsókn fyrir þessa verkefnavinnu og sendir á sjóðastjórn. Stendur til að formaður muni kynna þetta
stuttlega fyrir félagsmönnum.

8. Önnur mál
Fæðingarstyrkur. Félagsmaður í óhefðbundinni sambandsgerð getur ekki sótt um styrk vegna þess að hann/hún er ekki á fæðingarvottorði barns. Eins og staðan er í dag verður að koma laga- eða reglugerðarbreyting frá ríkinu til að auka rétt félagsmanna í óhefðbundinni sambandsgerð. Aðdragandi aðalfundar. Framkvæmdastjóri tekur saman tímalínu fyrir aðalfund, hvað þarf að gera og fyrir hvaða tíma.

Næsti fundur verður 6.febrúar

Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir formaður,
Þórður Hermannsson varaformaður,
Bergdís Elsa Hjaltadóttir ritari,
Davíð Þór Gunnarsson gjaldkeri
Þórunn Margrét Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri
Íris Gunnarsdóttir meðstjórnandi
Barbora Gorová meðstjórnandi

Mynd tekin af síðu

Dagsetning
11. janúar 2024
Deila