Beint í efni

Reglulegir fundir með Lyfjastofnun

15. október 2023

Lyfjafræðingafélag Íslands hefur óskað eftir reglulegum fundum með Lyfjastofnum til þess að styrkja samvinnu og samband milli LFÍ og Lyfjastofnunnar. Stjórn LFÍ hefur fundist gleyma að taka álit lyfjafræðinga með í reikninginn þegar hin ýmsu mál hafa verið tekin fyrir og sér tækifæri í að bæta samskiptin til þess að niðurstaðan verði sem árangursríkust. Fundirnir verða á 2 mánaða fresti og fyrsta fundinn sat formaður LFÍ þann 12. okt 2023. Tilgangurinn með þeim fundi var almenns eðlis þar sem formaður útskýrði hvers vegna mikilvægt væri að bæta samskiptin. Lyfjafræðingaskortur, fjöldi apóteka, aðstoðarlyfjafræðingar, heimasíða Lyfjastofnunnar, ímynd lyfjastofnunnar, birgðastaða apóteka voru meðal atriða sem komu til umræðu. Fundurinn gekk vel og LFÍ er bjartsýnt á að rödd lyfjafræðinga fái amk að heyrast til Lyfjastofnunnar. Hafi félagsmenn athugasemdir eða spurningar má endilega senda á lfi@lfi.is eða formadur@lfi.is.

Kær kveðja
Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir
Formaður LFÍ

Dagsetning
15. október 2023
Deila