
Lyfjafræðingar hjá Ríkinu hittast
29. október 2023
Þann 26.okt 2023 hittust lyfjafræðingar sem vinna hjá rikinu.
Fundurinn var vel sóttur og lyfjafræðigar frá Lyfjastofnun, Sjúkratryggingum Íslands, Háskóla Íslands og LSH voru mættir. LFÍ bauð upp á pítsu og drykki og tilgangur fundarins var að sjá hvernig LFÍ gæti stutt betur við bakið á lyfjafræðingum hjá Ríkinu. Framkvæmdarstjóri, formaður, varaformaður og ritari voru á fundinnum og leiddi formaður hittinginn. Góðar umræður sköpuðust og finna ríkislyfjafræðingar fyrir því að LFÍ þurfi að styðja betur við bakið á þeim í kjaramálum.
Meðal umræðuefna voru greiðsla vegna ferðalaga erlendis, þjálfun trúnaðarmanna og trúnaðarmenn almennt, stytting vinnuvikunnar, ráðstöfun á neysluhléi, starfsmenntunarsjóður og fastir yfirvinnutímar. Umræðurnar gagnast stjórn LFÍ vel til þess að átta sig á hvaða málum skuli forgangsraða.
Nú hefur stjórn LFÍ náð að hitta Apótekslyfjafræðinga og lyfjafræðinga hjá ríkínu og næst stendur til að hitta Lyfjafræðinga sem vinna í iðnaði eða annarsstaðar.
