Beint í efni

Fundur með Lyfjastofnun 01.02.24

2. febrúar 2024

Reglulegir fundir milli LFÍ og Lyfjastofnunar hafa verið haldnir í húsakynnum Lyfjastofnunnar. Tilgangur fundanna er að efla samskipti Lyfjastofnunar við Lyfjafræðinga þannig að LFÍ geti gripið til aðgerða ef þess þarf nógu snemma.

Á fundinum í dag voru eftirfarandi atriði rædd

1. Lyfjastofnun hefur þrýst á Embætti Landlæknis að ávísanakerfi lækna taki mið af reglugerð um magn ávísana. m.ö.o að ávísanagátt sé forriðuð þannig að ekki sé hægt vera með fleira en eina lyfjaávísun fyrir ávana og fíknilyf í gátt.

2. Farið var yfir niðurstöðu greiningar frá samtökum iðnaðarins um eftirlit hins opinbera.

3. Til stendur að gera viðmiðunarreglur um góða starfshætti í apótekum við lyfjaafgreiðslu.

4. Skipulagsbreytingar hjá Lyfjastofnun voru ræddar.

5. Önnur mál sem LFÍ vildi ræða voru mögulegar breytingu á uppbyggingu lyfjafræðináms. Vonir eru bundnar við að hægt verið að færa aðstoðarlyfjafræðings réttindi niður á 3.ár þannig að eftir BS gráðu fái lyfjafræðinemar aukin réttindi (en ekki 4 ár eins og núverandi kerfi gerir ráð fyrir). Bæði sé verið að bregðast við því að skortur sé á heilbrigðis menntuðu starfsfólki sem og einnig til þess að bæta þjónustu í apótekum. Nemendur lyfjafræðideildar hafa einnig lýst yfir því að námið yrði meira spennandi ef einhver réttindi fengjust eftir 3. ár. Í vor erum við að horfa uppá aðeins 6 lyfjafræðinga útskrifist sem er sögulegt lágmark sem bregðast þarf við.

6. Forgangsröðun sjúklingahópa er óheimil við afgreiðslu lyfja skv núverandi lögum og LFÍ vildi leggja áherslu á hversu mikilvægt það sé að lögum verði breytt í lyfjaskorti því þá sé mikið undir. Í lyfjaskorti eru oft fleiri sem þurfa lyfið en til er af lyfinu í landinu. Þetta geti valdið togstreitu milli apótekslyfjafræðinga þar sem lyfjafræðingar vilja að hópum sé forgangsraðað. Þannig sé heilbrigðiskerfið betur í stakk búið til þess að þjóna þeim sem mest þurfa á þjónustu að halda. 

Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir, formaður LFÍ

Dagsetning
2. febrúar 2024
Deila