Beint í efni

Fundur LFÍ með formönnum nefnda

21. janúar 2024

Innan LFÍ eru 7 nefndir. Einstaklingar í hverri nefnd sinna mikilvægu hlutverki fyrir LFÍ í sjálfboðavinnu og árlega hittast formenn nefndanna og fara yfir árið og að hverju skuli stefna að.

Nefndir LFÍ eru:
Fræðslu og skemmtinefnd
Sjóðastjórn
Laganefnd
Siðanefnd
Nefnd sem sér um Lyfjafræðisafnið
Kjörnefnd
Orlofs og kjaranefnd.

Þann 18.janúar var formönnum boðið að hitta stjórn LFÍ í mat og ræða LFÍ og önnur lyfjatengd málefni sem brann á þeim. Góð stemning var á öllum og líflegar umræður mynduðust. Formenn 3 nefnda mættu.

Fræðslu og skemmtinefnd voru mjög kát með dag lyfjafræðinnar sem heppnaðist vel og almenn ánægja var með. Einhverjar raddir voru um að láta dag lyfjafræðinnar vera til skiptis á fös og laugardegi. Það væri frábært að fara að leita að flottum kandidötum fyrir næsta stjórnarár (Fríður Skeggjadóttir formaður fræðslu og skemmtinefndar).

Kjaranefnd hefur fundað oft á þessu stjórnarári. Kjaranefnd hefur staðið sig vel í kjaramálum á LSH. Lögfræðingur LFÍ hefur verið vel nýttur. Samningum á almenna markaðnum var sagt upp í vor (2023) og verða samningar því lausir brátt. Kröfugerð er í vinnslu og setja þarf saman samningsnefndir fyrir ríkið (Atli Sigurjónsson formaður kjaranefndar, á mynd 3. frá vinstri)

Orlofsnefnd hefur haft í miklu að snúast en stjórn LFÍ vildi ráðast í framkvæmdir utan á Lyfjakoti síðastliðinn nóvember til þess sporna gegn lekaskemmdum sem höfðu átt sér stað. Félagsmenn hafa kvartað undan því að ásigkomulag lyfjakots sé ekki gott að innan. Lyfjakot er skráð á stéttarfélag íslenskra lyfjafræðinga og til þess að fá verðmat á bústaðnum þarf aðstoð frá lögfræðingi félagsins til þess að hægt verði að finna farveg fyrir framtíð lyfjakots. Mikil vinna fer í að dytta að kotinu og stjórn upplifir að mögulega séu breyttir tíma og einstaklingar ekki lengur eins tilbúnir að fórna tíma sínum. Skoða þarf stöðu bústaðarins og framtíðarmöguleika svo félagsmenn séu sáttari og peningum betur varið (Atli Sigurjónsson formaður kjaranefndar, á mynd ennþá 3. frá vinstri)

Siðanefnd heftur ekkert hist á þessu stjórnarári líkt og flest ár. Þess má geta að siðanefnd hittist einungis þegar siðamál berast og því er það jákvætt atriði að siðanefnd hafi ekkert hist. (Baldur Guðni formaður siðanefndar, á mynd 2. frá vinstri)

Sjóðastjórn Laga þarf form inni á innri síðu félagsins þar sem sjóðastjórn fær ekki allar upplýsingar í hendurnar frá umsækjendum. Sjóðastjórn fær 30-35 umsóknir á ári og flestar af þeim eru samþykktar. Umræða skapaðist hvort ekki ætti að vera sarfsmenntunarsjóður á almenna markaðnum (líkt og hjá ríkinu) og þá er ákveðinn peningur eyrnamerktur einstaklingum sem vilja endurmennta sig. Einnig var rætt hvort að stóri fræðslusjóðurinn gæti þá ekki verið notaður í að styrkja stór verkefni sem myndu gagnast lyfjafræðingum í heild sinni. Þetta þarf að skoða á næsta stjórnarári (Baldur Guðni formaður sjóðastjórnar, á mynd ennþá 2. frá vinstri með honum mætti Lóa María, á mynd 1. frá vinstri)

Því miður komust ekki fleiri formenn eða aðrir úr þeirra nefndum en þetta var virkilega ánægjulegt kvöld.

Ef þú ert að lesa þetta og hefur ekki verið í embætti eða hefur verið í embætti en langar að vinna með stjórn sem vill breytingar vil ég skora á að þú bjóðir þig fram fyrir næsta aðalfund. Tölvupóstur verður sendur út síðar með frekari upplýsingum.

Kær kveðja

Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir formaður LFÍ

Dagsetning
21. janúar 2024
Deila