Beint í efni

23.jan UPPSELT en TEAMS í boði fyrir félagsmenn

21. janúar 2024

Takk fyrir frábærar viðtökur á fræslufundinn 23.jan 2024! Uppselt er á staðfundinn. Viðburðurinn hefur undið aðeins uppá sig á jákvæðan hátt en við þurftum þvi miður að takmarka fjölda fyrirlesara og áheyrendur því færri komust að en vildu. Lúxusvandamàl en þegar kemur að okkar félagsmönnum vonum við innilega að hægt sé að leysa þetta með teams fundi.

Á þriðjudagskvöldið 23.jan kl 18:50 verður hægt að hringja inn a teams link sem sendur var öllum félagsmönnum með tölvupósti í dag.

Dagskrá

18:30 húsið opnar og léttar veitingar á boðstólnum

19:00 Ávarp formanns 

Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir leyfishafi og formaður LFÍ 

19:10 Viðhaldsmeðferðir og skaðaminnkandi úrræði á Íslandi

Sigurður Örn Hektorsson geð og fíknilæknir fyrir Embætti Landlæknis fjallar um úrræði á Íslandi

19:25 Viðhaldsmeðferð á SÁÁ

Valgerður Rúnarsdóttir forstjóri Vogs og framkvæmdarstjóri lækninga hja SÁÁ fjallar um viðhaldsmeðferðir á SÁÁ og samstarf við apótek á Íslandi.

19:25 Viðhaldsmeðferðir og Úrræði á Íslandi

19:40 Sértækar viðhaldsmeðferðir og úrræðaleysi á Íslandi

Svala Jóhannesardóttir formaður Matthildar -samtaka um skaðaminnkun

19:55 Ég þarf ekki lengur að fremja afbrot og get loks lifað mannsæmandi lífi og átt mér framtíð

Maríanna Sig. persónuleg reynsla af skaðaminnkandi lyfjameðferð í skömmtun.

20:10 LAR í Noregi

Ingunn Björndóttir lyfjafræðingur talar almennt um LAR

20:25 Apóteksnálgunin að norskri fyrirmynd

Sigríður Pálina Lyfjafræðingur talar um hvað þau hjá Reykjanessapóteki hafa verið að gera að norskri fyrirmynd og hver hún sé (LAR). 

20:40 Framtíð á Íslandi 

Bjarni Sigurðsson Lyfjafræðingur hjá Heilbrigðisráðuneytinu fjallar um framtíðarsýn á Íslandi.

20:55-21:30 Umræður 

Hlökkum til að sjá alla sem eru með miða frá tix.is í safni Lyfjafræðinga. Léttar veitingar á boðstólnum. 

Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir formaður LFÍ

Dagsetning
21. janúar 2024
Deila