Beint í efni

Fræðslufundur um skaðaminnkandi nálgun lyfjameðferðar á Íslandi

3. janúar 2024

Í kjölfar umræðunnar sem hefur myndast eftir að læknir missti ávísunarrétt sinn sem taldi sig vera beita skaðaminnkandi úrræði skv frétt frá vísi hér setti LFÍ sig í samband við nokkra aðila til að halda fræðslufund á vegum LFÍ fyrir Lyfjafræðinga. Lyfjafræðingar í apótekum mæta allskonar viðskiptavinum í vinnu sinni og horfa upp á einstaklinga sem þeir vita að eru að misnota lyfin sín og upplifa ákveðið úrræðaleysi.

Lögin miða að því að útiloka misnotkun en oft finna lyfjafræðingar til með fólki og vita lítið hvernig sé hægt að hjálpa þeim. Þegar læknar ávísa lyfjum meðvitað útfyrir það sem löglegt er má mögulega líta á það sem afleiðingu úrræðaleysis. LFÍ vill taka umræðuna. Hvaða úrræði eru í boði, hvað segja þeir sem eru í vanda, hvað er skaðaminnkandi nálgun, hvað verður um skjólstæðinga Árna og hvað er hægt að gera betur samanborið við Noreg (til að mynda) og hvað er þetta LAR?

Með hjálp frá frú Ragnheiði, Reykjanesapóteki, Embætti Landlæknis og heilbrigðisráðuneytinu vonast LFÍ til að fá svör við þessum spurningum til að varpað ljósi á hvað hægt sé að gera á Ísland. Á þessum fundi verður áhersla á Lyfjafræðinga.

Takið daginn frá 23.jan 2024 kl 19 í húsi Lyfjafræðinga Safnatröð 3. Miðasala á tix.is (ágóði af miðasölu rennur til Frú Ragnheiðar )

Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir (Formaður LFÍ)

Dagsetning
3. janúar 2024
Deila