
FIP 2023 -samantekt formanns
2. október 2023
FIP eru alþjóðleg samtök lyfjafræðinga sem styður við yfir 4 milljón lyfjafræðinga. FIP samtökin vinna í takt við markmið Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina WHO (World Health Organization). FIP var stofnað 1912 og er með höfuðstöðvar í Hollandi. Ár hvert eru haldnar stórar ráðstefnur og LFÍ sendir 1-2 fulltrúa frá Íslandi. Þetta árið var ráðstefnan haldin í Brisbane í Ástralíu og formaður LFÍ var fulltrúi Íslands og tilheyrði ráði sem hefur kosningarétt á ráðstefnunni. Ítarlegri upplýsingar um FIP má nálgast hér About FIP - FIP - International Pharmaceutical Federation FIP represents pharmacy and pharmaceutical sciences. We work to support the development of the pharmacy profession, through practice, emerging scientific innovations, and education and workfo.
Að neðan má sjá samantekt formanns af ráðstefnunni sem er hugsuð fyrir félagsmenn til þess að átta sig á þeim málum sem rædd voru á FIP 2023.
Fyrsta daginn var okkur boðið í kvöldmat þar sem tækifæri var á að kynnast hinum fultrúum heimsins. Ég lagði mesta áherslu skerpa tengslin við Norðurlöndin enda höfum við fulltrúarnir þaðan margt sameiginlegt, erum tam allar konur með svipaðan bakgrunn, menntun og framtíðarsýn (mynd).
Annan daginn vörðum við heilum degi í að fara í gegnum ársskýrslu og kosningar vegna lagabreytinga. Þar sem fulltrúar nánast allra landa í heiminum sátu fundinum komu fram mörg og mismunandi sjónarhorn sem þurfti að ræða. Formenn/Framkvæmdarstjórar sem sitja í ráðinu hafa kosningarétt í sirka hlutfalli við fjölda meðlima í sínu landi. Dæmi um umdeild efni voru t.d. þau að fjölmenn lönd eins og Þýskaland og Spánn vildu enn fleiri atkvæði og fannst atkvæðafjöldinn ekki alveg vera rétt reiknaður, fámenn lönd hafa of mörg atkvæði miðað við félagsmenn, að þeirra mati. Einnig vilja Spánn og Þýskaland að aðeins eitt félag í hverju landi sé hluti af FIP en ekki mörg mismundandi eins og staðan er í dag en sú tillaga var felld enda myndi kostnaður per land hækka talsvert við þá breytingu.
Þriðja daginn var farið ítarlega yfir áherslur FIP. Haldnir vou kynningar um sýklalyfjaónæmi aukin umsvif lyfjafræðinga í apótekum eins bólusetningar og hvernig FIP getur stuðlað að umhverfisvænni lyfjaframleiðslu. Á næsta ári verður meira farið í áskoranir sem lyfjafræðingar upplifa á mismunandi landssvæðum til þess að átta sig betur á hvað þurfi að bæta. Opnunarhátíðin var þennan dag en hún snerist að mestu leyti um verðlaunaafhendingu ýmissa leiðtoga og hvað þeir hafi gert til að leggja sitt af mörgum en hjá FIP starfar fjöldinn allur um lyfjafræðingum í sjálfboðavinnu.
Fjórði dagurinn Yfirgripsmikill fyrirlestur um krónískan sársauka sem framkvæmdarstjóri FIP hélt Catherin Duggan en kóden tengdur dauði hefur margfaldast. Takmörkun á paracetamóli er mikilvæg en rannsókn sýnir að með takmarkað aðgengi (eins og á Íslandi) fækkar lifrareitrunum um 30% ! Einnig verða 22% færri sjálfsvígstilraunir þegar aðgengi er takmarkað. Það sé ekki ásættanlegt að fólk fari ítrekað og kaupi paracetamól án þess að gera fá fræðslu. Catherin þykir því mikilvægt sú ráðgjöf sem lyfjafræðingar gefi í apótekum haldist. Það er ástæða fyrir því að þessar töflur eru í álþynnum en ekki glösum. Talið barst að svefnlyfjum en oft er fólk sem leitar í svefnlyf í grunninn með vandamál tengd sársauka. Því er gríðarlega mikilvægt að lyfjafræðingur taki samtalið því í mörgum tilfellum dugi að meðhöndla sársaukann til þess að bæta svefninn, Ef sársaukinn er ekki rétt meðhöndlaður munu 30% tilfella enda í krónískum sársauka. Í krónískum sársauka er fólk líklegra til að taka of stóra skammta í of langan tíma sem eykur líkur á eiturverkunum. Upplýsa þarf fólk um sársaukann og hvað það geti gert án lyfja. Í Covid byrjaði fólk að vinna meira heima og þa jókst hreyfingaleysið. Að komast í vinnuna var mögulega eina hreyfingin hjá fólki og líkamsræktarstöðvar voru lokaðar (UK). Duggan bendir á að það er mikilvægt að fræða fólk um leiðir án lyfja eins og hita og kæliaðferðir, nudd, æfingar, sjúkraþjálfun og TENS. Ef þetta dugar ekki þá eigi að nota Paracetamol ef það er ekki nóg má trappa úr paracetamóli í NSAID+Paracetamol. Eftir það smáskammta ópíóðar og lokaskrefið eru öll þessi NSAID+Paracetamol+Ópíóðar. Í þeim tilfellum sem íbúfen er notað ætti það að vera tekið á tóman maga (skv Duggan) því raunin er sú að íbúfen virkar hraðar á tóman maga en ef fólk er viðkvæmt þá ætti að vera tekið með mat. Ibufen 200mg + paracetamol 500mg reyndist með rannsókn vera áhrifamesta verkjastillingin. Hvaða meðferð eigi að velja fer eftir uppruna sársauka og mikilvægt að nota fyrirbyggjandi meðferðir eins og nefnt var hér að ofan. Mikilvægt er að ná stjórn á verkjunum áður en þeir stigmagnast og verða að krónískum verkjum. Allra mikilvægast er að lyfjafræðingur mæti viðskiptavininum og spyrji í grunn hvað veldur verkjum og taka samtalið þaðan.
Fimmti dagurinn hlustaði á fyrirlestur um sjálfboðastörf lyfjafræðinga á hamfarasvæðum. Lyfjafræðingurinn Kateryna Khmilevska frá Úkraínu talaði um hvernig er að starfa í apóteki á meðan á stríði stendur. Ófyrirsjáanlegar aðstæður valda því að samfélagið fer í mjög óttaslegið ástand, engir ferlar eru til fyrir slíkar aðstæður sem leiðir til að hratt þurfi að bregðast við. Alger lyfjaskortur varð þar sem mörg apótek lokuðu (vantaði starfsfólk) og þau fáu vöruhús/heildsölur sem voru í landinu voru sprengd upp. Einnig voru vegir lokaðir sem olli því að ekki var hægt að senda lyf í apótek. Aðeins 10% apóteka voru starfandi en fengu ekki lyf til sín né fólk til að vinna. Aðeins var um 1 apótek í hverri borg sem þjónustaði um 100.000 íbúa. Ríkið studdi fólk í að flýja landið eða halda sig heima fyrir. Þar sem flestir starfsmenn apóteka eru kvenkyns þá flúðu þau eðlilega landið með börnin sín með þeim afleiðingum að nánast engin apótek voru opin. Hvað átti fólk að gera án lyfja? Það bárust einhver lyf til landsins en ekki endilega þau sem vantaði. Herferð var því hrint af sað þar sem gerður var listi yfir mest vöntuðu lyfin og hann uppfærður reglulega. Þetta voru t.d Levothyroxine en mikið kvíðastillandi og róaandi lyf sem vantaði og þökk sé herferðinni bárust þau síðar frá ólíkum löndum (sbr undanþágulyf). Ríkið setti í forgang að hefja framleiðslu í landinu á þeim lyfjum sem mest vantaði til þess að geta stýrt flæðinu sjálf á lyfjum. Mörgum ferlum og reglum var breytt og sem dæmi urðu rafrænir lyfseðlar settir í forgang og tóku gildi. Eina vandamálið var að stundum var ekkert Internet eða rafmagn og þá voru góð ráð dýr. Einnig var stofnaður sameiginlegur gagnagrunnur til að sjá hvaða apótek ætti lyfið (eitthvað sem við erum ekki enn komin með á Íslandi). Fyrir stríðið var bara nemendum sem búnir voru með 4. Ár í lyfjafræði leyft að vinna í apóteki en í stríðinu máttu allir lyfjafræðinemar vinna í apóteki. „food truck“ apótek varð til en það er bíll keyrir á milli staða með lyfjafræðing sem afgreiddi lyf hjálpaði líka gríðarlega mikið til á afskekktum svæðum. Það var mjög lærdómsríkt að heyra frásögn Katerynu og þá sást vel að þrátt fyrir að samfélagið væri í algerum lamasessi þá voru apótek ennþá mikilvægur partur af því að halda heilbrigðiskerfinu gangandi.
Seinna sama dag talaði ástralskur lyfjafræðingur um bólusetningar af lyfjafræðingum um allan heim. 48 lönd eru þegar byrjuð að bólusetja í apótekum. Þetta er hugsað til þess að minnka álag á heilsugæslur. Tímarnir breytast og nú er staðað einfaldlega sú (lærðum í covid) að það er mikilvægt að allir átti sig á að þetta sé skref í rétta átt til þess að lönd standi undir þeim bólusetningarkröfum sem geta orðið til í neyð. Í Ástralíu voru hjúkrunarfræðngar í mikilli mótspyrnu í upphafi sem reyndist mesta áskorunin en um leið og verkefnið fór af stað vatt það hratt uppá sig og í dag eru flest öll apótek byrjuð á að bólusetja. Verkefnið var ekki styrkt í upphafi af ríkinu heldur var fólk látið borga fyrir þjónustuna en þrátt fyrir það þá gekk þetta vel.
Sjötti dagurinn fyrirlestur um framtíð apóteka og hvernig þrívíddatækni getur verið notuð í apótekum (metaverse, VR ofl). Fyrirlesari (Lars-Ake Söderlund) mældi með bókinni „pharmaceutical Care in digital revolution“ því hún sýnir aðeins í hvað stefnir. Apótek gætu t.a.m. Byrjað með símaþjónustu eins og er víða notuð í sálfræðiþjónustu, læknaþjónustu ofl í gegnum þrívíddartækni. Einnig mætti nýta sér þjálfun í gegnum 3D gleraugu fyrir apótekslyfjafræðinga eins og byrjað að gera í lyfjaframleiðslu þjálfun. Þetta mætti líka nota til þess að þjálfa almennt starfsfók sem og til að veita viðskiptavinum upplýsingar um aukaverkanir og slíkt. Ein apótekskeðja í Svíþjóð nýtur sér tæknina og geta viðskiptavinir verslað í gegnum VR gleraugu. Þá sjá þeir allt vöruúrvalið og upplifa eins og þeir séu staddir í apótekinu. Reglugerðir í hverju landi um persónuvernd, gagnaöryggi og siðferði eru helstu áskoranarnir, einnig er það vandamál að fá kerfi til þess að tala saman og þurfa lyfjafræðingar oft að hafa aðgang að mörgum mism kerfum. VR tækin eru ennþá dýr og fólk hrætt um að missa störfin sín fyrir tækniframförum. Við vitum að tæknin er framtíðin og sem dæmi má nefna var skurðlæknir að nafni Shafi Ahmed sem steymdi skurðaðgerð sem 55 þúsund nemendur um allan heim horfðu á við miklar og góðar undirtektir.
Lyfjafræðingar í hernum var síðasti fyrirlesturinn sem ég vildi hlusta á þar sem ég veit lítið sem ekkert um þeirra starf. Á meðan að herinn í Ástralíu er ekki að verkja landið þá sinna þeir góðgerastörfum eða störfum tengd náttúruhamförum (líkt og björgunarsveitin gerir á Íslandi). Mestur tími fer í að bjarga dýrum eins og kengúrum og kóölum eftir skógarelda. Þegar kom að lyfjum þarf að gefa kóölunum lyf við klamydíu því það er landlægt vandamál hjá þeim sem getur valdið blindu og ófrjósemi. Þau dýr sem höfðu brunnið í lófunum gátu ekki klifrað og því var hlúið vel að sárum í lófum en það var mest meðhöndlað með silfur sulfadiazine. Lyfið Meloxicam er mikið notað sem verkjastillandi hjá kóölunum en það þarf að gefa í æð því lyfið frásogast ekki frá munni. Þegar sett eru upp apótek á átakasvæðum er að mörgu að huga að. Kælivara sem er óstöðug í herbergishita þarfnast mikillar umsýslu og byrja þarf á að flytja kæla með herflugvélum á svæðin. Þegar lyfin hafa lokst komist á staðinn þarf að ganga úr skugga um að ekki hefur verið átt við lyfin og þau séu réttmætt. Oft gerist það að spara þurfi rafmagn en aldrei má slökkva á kælinum. Þrátt fyrir að neyðarástand ríki þá er alltaf lyfjafræðingur á staðnum sem ber ábyrgð á lyfjunum og að afhenda þau. Þýskur herlyfjafræðingur talaði um sérreglur/lög í stríðsástandi sem segja til um að nota lyf eftir fyrningu en þá meti lyfjafræðingurinn áhættuna. Í Þýskalandi er til sjálfstætt rekið fyrirtæki (óháð hagsmunaaðilum) sem er stöðugt að gera „stability studies“ á lyfjum til þess að meta hversu lengi lyfið sé stöðugt og megi nota í neyðarástandi. Einnig er þýskaland með samning á milli ákv landa utan Evrópu sem þeir mega fá lyf frá.
Apótekslyfjafræðingar annarsstaðar fjallað var um störf apótekslyfjafræðinga í Brasilíu og BNA. Í Brasilíu eru heilsugæslur tengdar apótekum, tannlæknastofum, sjúkraþjálfurum, sálfræðingum og næringafræðingum og vinna því allar þessar stéttir í teymisvinnu til þess að hjálpa sjúklingum við undirliggjandi orsök. Í USA eru lyfjafærðingar að bólusetja fyrir COVID, lungnabólgu, hep A Hep B, Men, Hlaupabólu, tetanus ofl ofl. Hægt er að láta bólusetja sig án tímabókana. Einnig eru lyfjafræðingar að mæla blóðþrýsting (eins og á ísl), framkvæma flu test, strep test, HIV test og COVID test. Margir nota þetta á leiðinni í búðina. Lyfjafræðingar mega í kjölfar niðurstöðu prófanna skrifa upp á meðferð og afgreiða lyf fyrir viðskiptavini. FDA (Food and drug administration) samþykkti í mars á þessu ári að lyfjafærðingar mættu skrifa uppá Naloxone til að minnka dánartíðni af völdum opíóíða en þetta hefur ekki enn hafist í apótekum. Lyfjafræðingar eru aðgengilegasta heilbrigðisstéttin og því binda mmargir vonir við að þeir geti orðið stærri og stærri þáttur í að minnka álag á lækna og hjúkrunarfræðinga.
Eftir að hafa hlustað á fjöldan allan af lyfjafræðingum tala um störf sín og annarra veitti það mér mikinn innblástur og ég gat ekki hætt að hugsa um hvað við gætum gert betur á litla Íslandi. Það er augljóst að heimurinn er að eldast sem hefur langtímaveikindi í för með sér og aukin tíðni fjöllyfjameðferðar. Lyfjafræðingar þurfa að geta brugðist við og heilbrigðisstarfsfólk þarf allt að vinna saman til þess að ná árangri. Rannsóknir hafa sýnt að samvinna er nauðsynleg til þess að sem bestur árangur náist fyrir samfélagið. Hlutverk lyfjafræðings hefur hratt breyst á síðasta áratug og við þurfum að passa okkur á að bregðast rétt við. Flest öll lönd eru í lyfjafræðingaskorti og mikilvægt er að störf lyfjafræðinga séu spennandi og í takt við námið til þess að lyfjafræðingar haldist í starfi. Afleiðingar loftslagsbreytinga hefur áhrif á tíðni skógarelda og veðurhamfara sem og faraldra almennt (sbr Covid) og því má búast við að störf lyfjafræðinga þurfi að þróast í takt við þær breytingar.
Eftir vikulanga dvöl í Ástralíu kynntist ég lyfjafræðingum allstaðar að úr heiminum og á því auðveldara með að hafa samband vakni einhverjar spurningar. Eins ef einhver lyfjafræðingur hefur spurningar út í fyrirlestrana er frjálst að hafa samband við formadur@lfi.is
Sigurbjörg