Beint í efni

Apótekslyfjafræðingar hittast

3. september 2023

Þann 2. september hittist stór hópur apótekslyfjafræðinga í pístu og bjór og ræddi hin ýmsu mál sem brennur á þeim. Meðal umræðuefna voru nýlegar lagabreytingar sem standa til, kjarasamningar, lyfjaskortur og fleira. Góð þáttaka var á fundinum og flest allir höfðu eitthvað til málanna að leggja og allir voru sammála að í krafti fjöldans höfum við sterkari rödd.

a) Mesta óánægjan tengdist því að þegar okkur beri skylda til þess að eyða lyfseðlum þá breytumst við í löggur fyrir læknana. Það sé ekki vilji lyfjafræðinga þrátt fyrir að þeim finnist eðlilegt að þeir fái að eyða út lyfseðlum. Þær upplýsingar sem hafa fengist er að nýja lyfjakortskerfið eigi að gera læknum erfiðara fyrir að skrifa upp á fleiri eins lyfjaávísanir svo þetta ætti ekki að verða stórt mál fyrir lyfjafræðinga. Hins vegar voru allir sammála um að það væri ekki raunhæf pæling og læknar verði að geta skrifað tvöfaldan lyfseðil í einstaka tilfellum (t.d. för erlendis eða fáskildir foreldrar sem þurfa lyf á báðum stöðum). Sumir lyfjafræðingar hræddust að fá hótanir frá viðskiptavinum ef þeir byrjuðu að eyða út lyfseðlum úr gátt án þeirra samþykkis eða mögulega að steypa fólki í fráhvörf. Mikilvægur punktur í þeirri umræðu var að þessi breyting verður að vera kynnt vel úti í samfélaginu þannig að það fari ekki á milli mála að nú hafi lyfjafræðingurinn í apótekinu aukna heimild og ábyrgð. Einnig væri ráðlagt að öll apótek fengju útprentaða yfirlýsingu frá Lyfjastofnun/Landlæknisembætti til þess að hafa á afgreiðsluborði til þess að geta bakkað sig upp við ósáttá viðskiptavini. Þá færi ekki á milli mála að þetta sé eitthvað sem lyfjafræðingar eigi að gera. Lyfjafræðingar óska eftir frekari kynningu og nefndu Sunnu Brá sem var með í hvítbókarhóp og væri fróð um miðlæg lyfjakort. Lfí mun athuga málið nánar.

b) Afgreiðsla á rofnum pakkningum (Lækni er heimilt að ávísa lyfi í minna magni en fáanlegri pakkningastærð lyfs. Skal hann þá
sérstaklega tilgreina magn lyfs sem ávísað er
). Lyfjafræðingar eru sammála því að þegar um ávana og fíknilyf eins og sterk verkjalyf þá er æskilegt að viðskiptavinur fái einungis það magn í hendurnar sem hann þarf. Það komi þeim í erfiða stöðu þegar t.d. 28 stk séu afgreidd ef þeir þurfi bara 4 töflur sem dæmi sé tekið. En erfiðlega gengur að ákveða hvernig skuli afgreiða þetta í kerfinu því oftar en ekki endi rest af pakkningu í ruslinu og hver eigi þá að standa straum af kostnaði? Lyfjafræðingar voru sammála að eitthvað gjald ætti að fá að leggja ofan á þá vinnu að rjúfa pakkningar (eins og tíðkaðist áður fyrr) en hvort það eigi að vera fast gjald eða gjald í hlutfalli við verð pakkningar ber lyfjafræðingum ekki saman. Lfí mun koma þessum mikilvægu skilaboðum áleiðis til Lyfjastofnunnar og Landlæknisembættis sem fyrst.

2. Samskipti við lækna

Flest allir eru lyfjafræðingar eru sammála um að mjög erfitt sé að ná á lækna, sama aðgengi sé eins og hjá almenningi og það geri vinnuna okkar oft á tíðum erfiða (lyfjaskortur, rangar upplýsingar á lyfseðli eða rangur styrkleiki). Spurningar spunnust upp hvers vegna við höfum ekki aðgengi að einskonar spjallforriti eða beina síma. Ef ætlast er til þess að lyfjafræðingar hafi samband við lækna við breytingar á lyfseðlum eins og í lyfjaskorti þá verður að bæta aðgengi að læknunum!

3. Aukin þjónusta lyfjafræðinga í apótekum

Talið barst að bólusetningar-pilot verkefninu hjá Lyfju Smáratorgi og Lyfju Lágmúla. Það mál lítur undarlega út því á þeim stöðum eru lyfjafræðingar ekki að bólusetja heldur hjúkrunarfræðingar og þannig hefur þetta verið gert í 15 ár. Ekkert hefur því breyst að undanförnu og það mál þarf LFÍ að kanna betur. Helmingur lyfjafræðinga (sem sóttu fundinn) segjast vilja byrja bólusetja en enginn sjái fyrir sér hvernig skuli útfæra því þeir séu nú þegar á hlaupum við að afgreiða lyfseðla. Eina lausnin væri að fjölga lyfjafræðingum til þess að sinna þessari þjónustu. Lyfjafræðingum þykir eðlilegast að hver og einn lyfsöluleyfishafi fái að ákveða hvort eigi að bjóða upp á bólusetningar í því apóteki eða ekki. Ekkert í lögum sem segir að lyfjafræðingar megi ekki bólusetja en hins vegar er það aðgangurinn að sjúkraskráningakerfinu sem lyfjafræðingar hafa ekki.

4. Lyfjaskortur

Í einstaka tilfellum eru lyfjafræðingar á báðum áttum með hvort ákveðin lyf séu í lagi að skipta út eða ekki. Lyfjastofnun hefur ekki gefið út eiginlega skiptaskrá og það flækir aðeins líf lyfjafræðinga. Það verða því oft grá svæði sem sumir túlka að séu í lagi en aðrir ekki, Einnig var minnst á að fella þurfi úr gildi skilyrta greiðsluþáttöku eftir styrk/pakkningastærð því það setji viðskiptavininn í erfiða stöðu í lyfjaskorti (atorvastatin 40mg vs 80mg nefnt sem dæmi). Einnig gagnrýna lyfjafræðingar að þeir fái ekki að klára lagerinn sinn af undanþágulyfjum eftir að skráða lyfið kemur aftur og ekki sé hægt að fá það endurgreitt í heildsölu svo þeir sitji alltaf uppi með smá lager sem ætti að þykja óþarfleg lyfjasóun. LFÍ á fund með lyfjastofnun 7.sept varðandi svipuð mál þar sem verður farið yfir alla þá punkta sem truflar lyfjafræðingar LFÍ tengt lyfjaskorti.

5. Kjaramál

Rædd voru nokkur atriði úr kjarasamningum milli SA/FA og apóteka. T.a.m. varðandi styttingu vinnuvikunnar, orlof, tímakuap vs. mánaðarlaun, "nema um annað sé samið" og næturálag. Innan LFÍ er 20 lyfjafræðinga hópur sem er að fara í gegnum samningana og búa til drög að nýjum samningi. Stjórn LFÍ vill að lögfræðingur verði með við samningaborðið til þess að baráttan verði sem árángursríkust.

Fundurinn var í alla staði gagnlegur og frábært að sjá hversu margir lyfjafræðingar létu þetta sig varða. Flest allir lögðu eitthvað til í umræðunni sem er kannski ekki algengt og því sést greinilega að málefnið er mikilvægt og vill stjórn LFÍ gera allt í þeirra valdi til þess að halda góðum tengslum við félagsmenn. Þessi fundur var ætlaður apótekslyfjafræðingum og sér LFÍ fyrir sér að svipaðan fund verði hægt að halda fyrir lyfjafræðinga í öðrum störfum. Meira um það síðar.

L

Dagsetning
3. september 2023
Deila