Tilkynningar
Vefsíða LFÍ
LFÍ er nú komin með nýja vefsíðu, hér verða áríðandi tilkynningar ef slíkt kemur upp.

LFÍ á Facebook

Föstudagspistill
Mánudagur, maí 14, 2018
Lyfjafræðingafélag Íslands lýsir yfir eindregnum stuðningi við fyrirætlanir Meðferðarátaks gegn lifrarbólgu C um að framleiða áhaldapakka til afhendingar fyrir einstaklinga sem neyta vímuefna í æð þeim að kostnaðarlausu. Ósk Meðferðarátaksins er að áhaldapakkar þessir verði afhentir í apótekum um allt land til að tryggja jafnan aðgang og stuðla að skaðaminnkun fyrir þennan hóp. Lyfjafræðingar sem starfa í apótekum eru einmitt sú heilbrigðisstétt sem almenningur hefur hvað greiðastan aðgang að og gegna því mikilvægu hlutverki hvað varðar fyrirbyggjandi aðgerðir af þessu tagi. Lyfjafræðingafélag Íslands fagnar þessu mikilvæga framtaki Meðferðarátaks gegn lifrarbólgu C sem er mjög mikilvægt skref í forvörnum gegn erfiðum sjúkdómum hjá viðkvæmum hópi fólks. Lyfjafræðingafélag Íslands hvetur alla lyfjafræðinga til að leggja sitt af mörkum í þessu mikilvæga máli þannig að afhending áhaldapakka fyrir einstaklinga sem neyta vímuefna í æð verði tryggð á landsvísu. F.h. stjórnar Lyfjafræðingafélags Íslands Lóa María Magnúsdóttir, formaður LFÍ
Miðvikudagur, nóvember 08, 2017
Dagur lyfjafræðinnar var haldinn hátíðlegur 4. nóvember s.l. Í tilefni af 85 ára afmæli Lyfjafræðingafélags Íslands var Þorsteini Loftssyni prófessor veitt gullmerki félagsins fyrir ötult og fórnfúst starf í þágu lyfjafræði og Ólafi Ólafssyni lyfjafræðingi veitt gullmerki félagsins fyrir ötult og fórnfúst starf í þágu lyfjafræði á Íslandi og í þágu Lyfjafræðingafélags Íslands. Lóa María Magnúsdóttir formaður LFÍ, Þorsteinn Loftsson og Hanna Lilja Guðleifsdóttir eiginkona Þorsteins Lóa María Magnúsdóttir formaður LFÍ, Ólafur Ólafsson og Hlíf Þórarinsdóttir eiginkona Ólafs.